Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 28

Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 28
144 HEIMILI OG SKÓLI arri hvorri blaðsíðu er forkunnarfögur lit- mynd frá hinu ævintýralega lífi Snorra, og gefur það bókinni mikið gildi. Og ekki trúi ég öðru en að þessar fögru myndir eigi eftir að skemmta mörgum börnum. Þetta er falleg barnabók, sem óhætt er að mæla með. Elsa litla, eftir A. Chr. Westergaard. Sigurður Gunnarsson, skólastjóri ís- lenzkaði. Höfundur þessarar bókar er svo þekktur á íslandi, að óþarfi er að kynna hann. Marg- ar bækur hans hafa verið þýddar á íslenzku og allar hlotið miklar vinsældir. Þessi bók er um litla stúlku, 5 ára gamla. Faðir hennar er listmálari, en móðir hennar fiðluleikari, og eru bæði mjög laus við heimili sitt. Ellu litlu er því komið fyrir hjá frændfólki sínu vestur á Jótlandi. Sagan hefst á ferð hennar þangað vestur, og segir síðan frá dvölinni hjá frændfólkinu. Ella litla er óvenjulega skemmtilegt barn, sem kemur öllum í gott sksp. I kringum hana er alltaf eitthvað að gerast og flest broslegt og ævintýralegt. Bók- in er prýdd nokkrum myndum eftir Atla Má, og þýðingin er ágæt. Litla bangsabókin. Vilbergur Júlíus- son íslenzkaði. Þetta er bók fyrir allra yngslu lesendurna r, ' ■■ ? HEIMILl OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDISMAL Útgefandi: Kennarafélag EyjafjarSar. Ritið kemur út f 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefli, og kostar árgangur- inn kr. 15.00, er greiðúa fyrir 1. júni. Útgdfustjórn: Snorri Siefússon. námsstjóri. Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Páll Gunnarsson, kennari. AfgreiSslu- og innheimtumaSur: Árni Björnsson, kennari, Þórunnar- stræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems- götu 20, Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ú-------- . —> og er eftir sama höfund og Stubbur, sem varð mjög vinsæl. Bókin er mestmegnis myndir af Bangsa og úr lífi hans, ásamt lítilsháttar lesmáli. Þetta er góð bók fyrir lítil börn, sem eru að byrja að stauta. Svo eru jólabækurnar skoðaðar.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.