Heimili og skóli - 01.08.1952, Qupperneq 8

Heimili og skóli - 01.08.1952, Qupperneq 8
52 HEIMILI OG SKOLI fara utan og afla sér menntunar í Dan- mörk. }ón fór í kennaraskólann í Jóm- strup árið 1905, og var þar við nánr í 3 ár og lauk þar prófi vorið 1908 og hlaut 1. einkunn. Á námsárum sínum í Danmörk ferðaðist Jón um Norðurlöndin, heimsótti skóla og aflaði sér þekkingar á löndum og lýðum. Einnig var hann á námskeiði við kennaraskólann í Kaupmannahöfn. Nú hafði Jón náð merkum áfanga. Hann liafði aflað sér meiri og betri menntunar en almennt gerðist meðal kennara og gat nú valið um kennara- og skólastjórastöður, hvort heldur sem var í Danmörk eða á Islandi. Sjálf- sagt hefur verið lokkandi að velja ,,hið brosandi land“, senr breiddi faðminn móti ungum og efnilegum manni. En eins og oft áður, sannaðist hið fornkveðna, að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Hugur Jóns leitaði til landsins kalda, heim í átthagana, þar sem æsk- an átti minningar unr indælt vor. Þar vildi hann starfa og una ævi sinnar daga. Og verkefnin vantaði ekki. Nýlokið var við að reisa nýtt skólahús á Sauðár- króki, og var Jóni boðin skólastjóra- staðan við barnaskólann, og tók hann því boði. Tók hann við skólastjórn haustið 1908. Þá unr veturinn stofnaði hann Unglingaskóla Sauðárkróks. Var séra Árni Björnsson með honum í því starfi, en Jón var skólastjóri beggja skólanna. Jón tók upp ýmsar nýjung- ar, svo sem söngkennslu, leikfimi, mælingar á börnum o. fl. Mun enginn barnaskóli á íslandi hafa haft mælingar jafnlangan tíma, og verða þær taldar merkileg heimild um þroskun barna á þessu tíinabili. Starf Jóns hefur jafnan mótazt a£ sterkri trú, dugnaði og árvekni. Á námsárum sínum í Danmörk varð Jón fyrir sterkum, trúarlegum áhrifum, sem hafa varað æ síðan. Hef- ur þessa mjög gætt í skólastarfi hans, og er hann mikill áhugamaður um kirkju og kristindóm, sem hann telur að eigi að vera styrkustu stoðirnar í lífsskoðun hvers hugsandi manns. Enga menn þekki ég, sem hafa rækt störf sín af meiri árvekni og skyldu- rækni en Jón. Alltaf þessi vakandi áhugi, hafa allt í reglu og láta ekkert vanta. Við, sem höfum verið nemendur og starfsmenn Jóns, þekkjum þetta bezt. Það er gott að starfa með slíkum manni, enda hafa samkennarar hans inetið hann því rneira, sem þeir hafa unnið lengur með honum. Þó að kennslustörf hafi jafnan ver- ið aðalstarf Jóns, gat ekki hjá því far- ið, að honum væri falin ýmis trúnaðar- störf fyrir bæjarfélagið. Er það næsta eðlilegt, að menn vilji nota hæfileika ungra efnismanna, enda var Jón kos- inn í hreppsnefnd Sauðárkróks árið 1912, og sat þar í 24 ár, þar af odd- viti í 21 ár. Enda þótt fátækt væri mikil meðal almennings á þessum árum og fjár- hagsleg geta bæjarins lítil, var þó ýms- um framfaramálum komið fram, svo sem vatnsveita, bæjarbryggja og plan, Sauðá virkjuð, jörðin Sauðá og Borg- armýrar keypt og stórfelld ræktun haf- in. Eru ntí um 100 hektarar í Sauðár-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.