Heimili og skóli - 01.02.1959, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.02.1959, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 9 Iðrun. halda því, sem við lifum í ímyndun okkar og reynslu frá raunveruleikan- um. Fjögra ára börn láta því í frásögn sinni móðan mása um eitt og annað, og allt verður jafn lifandi og raunveru- legt, og allt er fyrir þeim jafn satt. Hlutirnir taka sífelldum breyting- um í vitund þeirra, jafnvel meðan þau eru að tala um þá. Óskin er hið mikla afl: Hver borðaði kökurnar? Mamma er reið. — Það var ekki hann, sem borð- aði kökurnar. — Það var ekki hann sjálfur, sem gerði það. — Það hlýtur að hafa verið einhver annar, sem tók þær. — Það var víst hann, sem hefur verið hérna og tekið þær. Sá ekki einhver Pétur vera að skjótast um húsið? Jú, Pétur hefur auðvitað borðað kökurn- Leikurinn er eins konar miðdepill í lífi fjögra ára barna. Hann veitir allri athafnasemi útrás. En nú leika börnin sér ekki ein eins og áður, og heldur ekki annað hvort við fullorðna eða enn minni börn. Þörfin fyrir jafnaldra er nú farin að gera vart við sig. Og nú hafa þau gaman af að leika sér í litlum hópum. Nú vilja þau fá önnur börn með sér í sandkassann eða snjóskafl- inn. Þau vilja gjarnan eiga ákveðinn hóp leikfélaga, sem þau leika sér við í garðinum eða næsta nágrenni. Þau hafa gaman af hringleikjum, þegar fullorðnir eru með til að Stjórna, og ganga á þessum aldri umhverfis jóla- tréð með meiri fögnuði en á nokkru öðru aldursskeiði. ar. . ..

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.