Heimili og skóli - 01.04.1963, Qupperneq 27

Heimili og skóli - 01.04.1963, Qupperneq 27
íslands skuli sambærilegar kröfum stú- dentaprófs menntaskólanna. Þó þannig, að heimilt sé að láta próf í uppeldis- og kennslufræðum frá almennu kennaradeild- inni gilda til stúdentsprófs og fella þá :nið- ur innan takmarka, sem ákveðið er í reglu- gerð, annað námsefni, sem því svarar, á svipaðan hátt og gert er um sérgreinar í mála- og stærðfræðideildum menntaskól- anna. FRAMHALDSDEILD Framhaldsdeild, sem veiti nemendum kost á framhaldsmenntun með nokkru kjör- frelsi, og skulu þeir þá stunda nám í eigi færri greinum en þrem, og sé ein þeirra að- algrein. Skal þessu framhaldsnámi ljúka með prófi og starfandi kennurum heimilt að leggja stund á einstakar greinar þessa framhaldsnáms eftir frjálsu vali og ljúka í þeim tilskildum prófum. Lfndirbúnings- deild til sérnáms, og skal þar vera um 2 ára nám að ræða, sem búi nemendur undir kennaranám í sérgreinum, svo sem handa- vinnu, íþróttum, tónlist, teikningu, hús- mæðrafræðslu og öðrum uppeldisstörfum, hvort sem sérnámið fer fram í Kennaraskól- anum eða annars staðar. Handavinnudeild, sem veitir sérmenntun í handavinnu karla og kvenna og sér nemendum fyrir æfingu í að kenna þær. Ennfremur sjái handa- vinnudeild nemendum í öðrum deildum Kennaraskólans fyrir kennslu í handavinnu og kennsluæfingu í þeirri grein. Það ber að þakka ríkisstjórninni fyrir þetta merka frumvarp og nefndinni, sem samdi það. Flugmodelsmíði í tómstundaheimili. HEIMILI OG SKÓLI 47

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.