Heimili og skóli - 01.04.1963, Qupperneq 28

Heimili og skóli - 01.04.1963, Qupperneq 28
Til gamans HINIR tveir frægu synir Englands Bernard Shaw og G. K. Chesterton voru óþreytandi að gera mein- fýsnar athugasemdir hvor við annan, hverju sinni sem þeir hittust, og venjulega var það þá eitthvað um útlit þeirra hvors um sig. Shaw var hár maður og grannur, en Chesterton var stuttur og hnellinn. Einn dag sagði Chesterton: „Shaw, ókunnugir menn, sem sjá þig, gætu haldið að það væri hung- ursneyð í landinu.“ „Og þegar þeir sjá þig,“ svaraði Shaw úm hæl, munu þeir ekki vera í vafa um hvers vegna sú hungursneyð ríkir.“ ■—x— SÁLFRÆÐINGUR einn gaf móður, sem kom með barn til hans, eftirfarandi ráðleggingu: „Eg skal líta á drenginn í næsta mánuði aftur, en þér þarfn- ist sjálf hjálpar. Þér hafið allt of miklar áhyggjur af barninu, og þess vegna vil ég ráðleggja yður til að taka eina af þessum róandi töflum á dag, þangað til við sjáumst aftur.“ Mánuði síðar kom hún aftur með son sinn. „Jæja, hvernig líður drengnum?" spurði sál- fræðingurinn. Móðirin svaraði: „Hvað í ósköpunum kemur J)að mér við?“ —x— FYRIR KOSNINGAR. — Þingmaður nokkur var spurður, hvað hann ætlaði nú að gera ef hann yrði kosinn. „Það er alls ekkert vandamál“, svaraði þing- mannsefnið. „Eg hef meiri áhyggjur af því, hvað ég á að gera, ef ég verð ekki kosinn." —X— KONA nokkur vel búin kom inn í eina af stór- verzlunum borgarinnar og bað um hálsgjörð handa hundinum sínum. Og hún átti að vera sett perlum. Afgreiðslumaðurinn sýndi henni glæsilegustu háls- gjarðirnar, sem á boðstólum voru, og spurðist fyrir um hvaða stærð hundurinn myndi þurfa. „Það veit ég alls ekki,“ svaraði konan. „Vilduð þér þá ekki taka mál af hálsi hunds- ins?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Nei, það get ég ómögulega," sagði hefðarkon- an vandræðalega. „Þetta á nefnilega að vera af- mælisgjöf handa honum og hún verður þvi að koma algjörlega óvænt.“ —x— HINN ameríski geimfræðingur, Shapiró, þurfti að mæta á alþjóðlegum þingum vísindamanna í Japan, Rússlandi og Indlandi. Áður en hann fór sagði hann með nokkru stolti við sex ára dóttur sína: „Nú ætla ég að ferðast alveg kringum jörðina.“ „Hve marga hringi?" spurði sú litla um hæl. —x—- ÍÐJUHÖLDURINN, milljónamæringurinn og mannvinurinn Andrew Carnegie hafði gaman af að ferðast á milli stáliðjuvera sinna í Suðurríkj- um Bandaríkjanna og á þessum ferðalögum var hann oft við guðsþjónustur í negrakirkjum. Dag einn varð hann svo hrifinn af prédikun prestsins, að hann lagði óvenjulega stóran pening á sam- skotadiskinn eftir guðsþjónustu. Presturinn horfði lengi á upphæðina, sem inn hafði komið, og taldi peningana mörgum sinnum. Loksins sneri hann sér að söfnuðinum og mælti: I dag hafa komið inn 2 dollarar og 31 sent, en ef þessi seðill, sem hér liggur, er ósvikinn, þá hafa tekjurnar orðið eitt hundrað og tveir dollarar og þrjátíu og eitt sent. 48 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.