Heimili og skóli - 01.12.1969, Síða 15
JT'
A
barnðheimilinu
EFTIR CESELÍE OG JOHN MURPHY
TILFINNINGALEGT
ÖRYGGI
Allir menn, bæði fullorðnir og börn,
þarfnast öryggis. Mörg börn, sem koma á
barnaheimilin okkar, hafa verið svikin í
þeim efnum. Þörfum þeirra eftir öryggi og
anddlegu samfélagi hefur ekki verið full-
nægt. Oft lítur svo út, sem þau hafi ekki
samband við einn eða neinn. Þetta öryggis-
leysi koma þau með sér inn í barnaheimil-
in. Þetta er eitthvert erfiðasta viðfangsefni
barnaheimilanna, að endurvekja traust
barnanna á hinum fullorðnu. Margt er hægt
að gera í þessum efnum, þótt enginn geti
bent á hina einu réttu leið til að koma börn-
unum þarna til hjálpar. Allir fullorðnir
menn hafa hver sína aðferð í samlífi við
börn. Þar er ekki hægt að benda á neina
eina aðferð, sem eigi við um öll börn.
Hver verður að beita sínum aðferðum, sem
eru í samræmi við persónuleika hans og
skapgerð. Við vitum aðeins að köld, gróf
og eintrj áningsleg framkoma getur ekki
veitt barninu það öryggi, sem það þarfn-
ast.
Barn á ekki alltaf auðvelt með að tjá sig
með orðum, svo að það kýs oft frekar að
nota aðrar aðferðir til að gefa til kynna,
hvers því sé vant. Sum börn gera kannski
tilraun til uppreisnar til að vekja á sér at-
Dagheimilisbörn.
hygli. Við þekkjum öll „spyrjendurna“,
sem spyrja og spyrja án þess að búast í
raun og veru við að fá svar. Þetta gerir
barnið til að kanna hvort það sé í raun og
veru í sambandi við einhvern. Litlu börnin
vilja sitja í fanginu á einhverjum, fá hjálp
til að afklæðast og klæðast. I þeirra augum
er öryggið fólgið í vissri líkamlegri snert-
ingu. Það er þeim sönnun fyrir öryggi.
Þarna höfum við í barnaheimilunum alveg
sérstöku hlutverki að gegna varðandi allra
minnstu börnin. Það sem kemur af sjálfu
sér hjá móður, sem er með barni sínu all-
an daginn er ekki eins auðvelt að uppfylla
í barnaheimili. Hér er um að ræða atvinnu
með reglubundinn vinnutíma, 8 stunda
vinnu á dag. Hér verður því um að ræða
síbreytilegt samband hinna litlu barna við
annað fólk, sem getur verið mjög skaðlegt
fyrir þau.
HEIMILI OG SKÓLI 131