Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 18
anum eða atvinnulífinu, sem þeir halda að
sé sá rétti, verðum við að sjá um, að þeir
komist að sem lærlingar. Það er líka ágætt
að hafa samband við kennara og atvinnu-
rekendur til að komast eftir, hvort þeir hafi
í raun og veru valið sér rétta hillu í lífinu.
Ef þeir þrífast þarna ekki, ef þeir hafa val-
ið skakkt, verða þeir að leita fyrir sér í
annarri grein, eða öðrum skólaflokki. Það
er algengt, að sá, sem greiðir fyrir barn í
barnaheimili, krefjist þess, að barnið greiði
eitthvað sjálft, þegar það fer að vinna fyr-
ir kaupi. Þess munu einnig flestir foreldr-
ar vænta af barni sínu, þegar það fer sjálft
að vinna fyrir peningum. Stundum geta ris-
ið vandamál, ef mismunandi sveitarfélag
eða stofnanir greiða með börnum í barna-
heimilum. Annars eru oft settar reglur um
það, hve mikið börnin eiga að fá, hve mik-
ið það á að spara og hve mikið það á að
fá í vasapeninga. Það væri mikill ávinning-
ur ef hægt væri að koma á sömu reglum
fyrir alla, innan sama barnaheimilisins.
(Ur bókinni Barnehjem — Hjem for barn.)
H. J. M. þýddi.
TIL GAMANS
Auga jyrir auga.
Þegar ungverski kommúnistaflokkurinn kom af
stað harðvítugri auglýsingsatarfsemi fyrir sovésk
læknavísindi varð til fjöldinn allur af gamansög-
um þar um. Ein þeirra er þessi:
I Moskvu var kona ein, sem hreinsaði fisk. Þá
vildi það óhapp til að hnífurinn snerist í hendi
hennar og lenti í auga konunnar. Það vildi kon-
unni til láns, að þarna var við rússneskur augna-
sérfræðingur. Honum tókst með skjótum aðgerð-
um, að bæta konunni þetta tjón með þvr að taka
augað úr fiskinum og setja það í konuna. Eftir
nokkra daga hafði konan náð fullri sjón, þótt hún
hefði áður ekki getað lesið nema með gleraugum.
Sögumaður lauk frásögn sinni með því að segja:
„Er hér nokkur, sem vill leggja fram spurningar?“
Ungverskur læknir stóð nú upp og sagði:
„Það er ánægjulegt að heyra þessa frásögn, en
svipað átti sér stað hér í Ungverjalandi. Það gerð-
ist hjá héraðslækni einurn í afskekktu læknishér-
aði. Mjaltastúlka ein varð fyrir því óhappi að
skera af sér fjóra fingur í þreskivél. Nú var eng-
inn frægur sérfræðingur viffstaddur, bara lítt
þekktur héraðslæknir. Hann skar í snatri fjóra
spena af einni kúnni og saumaði þá við hönd
stúlkunnar. Eftir lítinn tíma höfðu spenarnir gró-
ið við höndina, og það svo vel, að stúlkan varð
umtalsverður píanóleikari. Þegar hún þurfti að fá
sér að drekka, saug hún bara fingurna og
streymdi þá úr þeim mjól'k, og fékk hið sósíalska
þjóðfélag þannig ókeypis mjólk, hvorki meira né
minna en 12 lítra á dag.“
„Hver hefur séð þetta?" spurði rússneski fyrir-
lesarinn snöggt og hvatskeytlega.
„Hún með fiskaugun," svaraði sá ungverski um
hæl.
★
Við réttinn í Itzehoe rétt fyrir sunnan landa-
mærin hefur fyrir skömmu verið kveðinn upp
mjög einstæður dómur. Lyfjafræðingur einn hafði
í ógáti afgreitt hægðapillur í staðinn fyrir p-pill-
una, til konu einnar. Hann var dæmdur til að
greiða hálft meðlag með barninu, sem varð til
vegna þessa misgánings, til 18 ára aldurs, en for-
eldrarnir áttu að sjá fyrir kostnaði við uppeldið
að hálfu. Þetta var rökstutt með því, að lyfjafræð-
ingurinn, sem afhenti lyfiff hefði vanrækt aff lesa
það, sem stóð á glasinu.
134 HEIMILI OG SKOLl