Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 21

Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 21
ar ganga við hlið mína, þegar ég var að reka kýrnar, eða sækja þær á kvöldin. Aldrei hlaupa á móti mér, þegar ég kom heim úr skólanum, og hnipra sig saman ísmeygilega, þegar ég beygði mig niður til að klappa honum. Eg átti aldrei að fá að sjá hann frarnar. Aldrei, aldrei framar. . . . ! Hamarshöggin fyrir utan gluggann hættu. Hvað var nú að gerast? Væri það ekki ósæmilegt að hætta að hugsa um Senta, bara örlitla stund? Ég reis upp og gægðist út. Faðir minn hafði neglt tvö löng prik saman í kross. Nú var hann að binda langa snúru utan um skorurnar, sem hann hafði gert í prikin og batt þau saman. En hnúturinn vildi losna. Ég var alltaf vön að styðja með fingrinum á hnútinn, þegar hann batt hann. Nú hafði hann engan til að gera það. Eg hljóp út og studdi fingrinum á miðj- an hnútinn fyrir pabba. „Það á að vera langur hali á drekanum,“ sagði pabbi. „Annars getur hann ekki haldið jafnvæg- inu. Þetta á að vera reglulega stór dreki, Tommy.“ Og hann varð stór. Hann var eins hár og pabbi og eftir því fínn. Við pabbi hárum drekann upp á dálítinn hól við engja- jaðarinn. Ég fann ilminn af hinni ný- plægðu jörð, hinumegin við skógargerðið. En þar átti að sá vetrarhveitinu. Vindur- inn feykti til löngu fléttunum mínum og rauða bómullarkjólnum. „Hérna, haltu honum svona á meðan ég hleyp,“ sagði pabbi. „Nú skulum við sjá til, hvort við fáum hann á loft í fyrsta sinn.“ Ég hélt við drekann... . Pabbi hljóp ... „Slepptu. . . . “ kallaði hann. Ég sleppti, en of seint. Drekinn lyppaðist til jarðar eins og fugl, sem hefur brotið annan vænginn. „Þú ert ekki nógu há, Tommy,“ sagði pabbi. „Nú ætla ég að reyna að halda hon- um á lofti, en þú hleypur.“ Og þið megið vera viss um, að ég hljóp. Ég datt, stóð upp aftur og hlj óp enn áfram. Og í þetta skipti sveif drekinn upp í loftið. Upp — upp — hærra upp! Hann bar við bláan septemberhimininn eins og hvítur fugl. Faðir minn leit á mig og brosti. „Viltu fá að senda ósk upp til englanna?“ Hann tók gamalt umslag upp úr vasa sínum og sýndi mér hvernig ætti að rífa gat á það í miðj- unni, en mynda slaufu til endanna. „Settu það nú fast við snúruna — svona,“ sagði hann. „Við höfum víst engan blýant, en það er líka nóg að hugsa óskina, sem þú ætlar að senda.“ „Eins og þegar maður dregur óskaseð- il?“ spurði ég. „Já, eitthvað í þá átt,“ sagði pabbi. Eg setti bréfið eins hátt upp á snúruna og ég gat. Pabbi ýtti því enn hærra upp. I sama bili kom vindkviða og flaug með bréfið hærra og hærra upp eftir snúrunni — alveg upp til himins — og englanna.“ „Fæ ég nú ósk mína uppfyllta.“ Ég hopp- aði af brennandi eftirvæntingu. Pabbi hló. „Hvers óskaðir þú?“ spurði hann. „Það — það var ekki venjuleg ósk. . . . Það var bæn.“ Skyndilega varð andlit föður míns alvar- legt. „Hvað baðst þú um, litla stúlkan mín?“ Ég leit niður fyrir mig. „Ég bað um, að ég mætti fá Senta aftur lifandi,“ hvísl- aði ég. Faðir minn horfði lengi á mig. Svo kraup hann niður og hélt alltaf í drekasnúruna. — Hann kraup hj á mér, svo að andlit hans var alveg við mitt. Ég gat séð sjálfa mig í aug- um hans. Tvö lítil andlit í tveimur litlum HEIMILI OG SKÓLI 137

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.