Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 6
ir ])ú þeirn bœði málfrœði og hljóð stafanna. Viltu skýra okkur frá hvernig þetta er fram- kvœmt? Já. Þegar á fyrstu kennsluárum mínum komst ég að raun um, að börnin ranglásu sérhljóðin öllu meir en samhljóðin. Mér datt því það ráð í hug, hvort ekki væri reynandi að láta börnin syngja sérhljóðin. Eg notaði fyrst mjög einfalda tónaröð, þríhljóminn. Bekkurinn ómaði allur af glöðum barna- röddum. Ég breyti tónhæðinni. Æfi þau í að finna tónaröðina, eyk hraðann, hægi á aftur og börnin fylgja jjendistokknum og hreyfingum mínum eftir, en með þeim sýni ég hraðabreytingar og mismunandi hæð tóna. Eftir stutta æfingu stöðva ég sönginn í hæfilegri tónhæð fyrir tallirynjandina og læt börnin lesa þessa sömu stafi sem næst tónstöðunni, er ég skildi við. Raddfarið allt verður frjálslegra og blæfegurra. Tónaröð og takti breyti ég svo á marga vegu, svo að ekki skapist leiði á síendurteknu lagi með sömu tónaröð. Þegar öll sérhljóðin eru lærð, léttist leikurinn. Þá lærum við létta söngtexta með því að syngja sérhljóðin fyrst, prenta síðan vísuna upp á töflu, séfhljóðin með rauðum lit og segjum textann fram í kór með greinilegum lestri og skýringu á því, að sérhljóðin eru máttarmest í tali, lestri og söng. Hvað er lesgrind? Það er lestrartæki, sem smíðað var eftir minni fyrirsögn af Kristjáni heitnum Sig- urðssyni trésmíðameistara og kirkjuverði hér í bæ. Lesgrindin líkist einna helzt mál- aratrönu. Hún er samansett af tveimur sí- valningum, sem handsnúið er. A neðri sí- valninginn er sett pappírsrúlla og endi papp- írsins festur við efri sívalninginn. Pappír- inn vefst svo upp á þann sívalning jafnóð- um og haudprentað er á hann. Milli sívaln- inganna er fest krossviðarplata, sem fellur að pappírnum, svo að auðvelt er að prenta á hann. Þarna á ég svo margs konar texta, sem þægilegt er að grípa til. Þeir eru mynd- skreyttir af Einari Helgasyni, teiknikennara. Reyndist þér ekki erfitt að fá feimin börn til að bera hljóðin fram skýrt og greinilega? Nei, það hefur aldrei orðið mér til hindr- unar eftir að ég sjálfur varð öruggur í fram- setningu þeirra. Frekast er, að slíkt komi til greina, ef eitthvað er að málfari barns, en það verður þá að laga með einstaklings- kennslu. I því efni verður að beita varfærni og sérþekkingu. Ég kynntist þeirri kennslu mjög vel í orlofsför minni í barnaskólum Norðurlandanna. I Oslo, þar sem við hjón- in dvöldum í fimm mánuði, heimsótti ég 15 skóla og stofnanir. I flestum stærri skólun- um voru starfandi talkennarar. Ég setti mig alltaf í samband við þá og naut þess daglega að kynnast kennsluaðferðum þeirra. Ég hef leitazt við að laga mállýti margra barna með hljóðlestrarkennslu minni, og þannig mun það vera um alla kennara, sem lestur kenna. Hvernig kenndir þú börnunum stöðu tal- færanna við myndun hljóða? Sýnikennsla hefur löngum þótt veiga- mikill þáttur í allri uppfræðslu. Myndir um stöðu varanna við málhljóðsmyndun hafa verið til og kenndar við Isak kennara Jóns- son, sem mestan skerf hefur lagt til lestrar- kennslunnar hér á landi. Þessar myndir voru til mikils hægðarauka fyrir lestrarkennara, en náðu ekki að sýna samleik talfæranna inni í munnholinu. Ég gerðist því svo djarf- ur að fá mér teiknikennara, Sverri Magnús- son, sem kenndi þá hér við Barnaskóla Ak- ureyrar, og eftir minni fyrirsögn teiknaði 26 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.