Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 20
EYSTEINN JÓNSSON, íorseti sameinaðs þings: Námið er vinna og það á að gera skólana að vinnustöðum. Vegna þeirra, sem kvíða aukningu skyldunámsins, vil ég segja, að sérstök á- stæða er til að leggja áherzlu á, að ráðgert er, að það verði námsgreinaval tvö síðustu árin í skyldunáminu. Eg held, að ef þarna væri skynsamlega að farið, mætti greiða mjög mikið fyrir verklegu námi og fyrir atvinnulífinu með því að hafa þessa grein- ingu skynsamlega á þessum tveimur efstu stigum skyldunámsins, búa til eins konar námsbrautir innan skyldunámsins, sem gætu létt mönnum mikið að fara í fram- haldsskóla á verklegum sviðum. Það er eng- inn vafi á því, að einn veikasti hlekkurinn í okkar menntakerfi er einmitt þessi, að við höfum of fáar námsbrautir, sem leiða menn alveg beina leið inn í atvinnulífið, á þá staði, þar sem vantar fólk. Það eru ákaf- lega fáar atvinnugreinar, sem hægt er að stunda án þess að hafa einhverja skólaþekk- ingu. Hvers vegna þá ekki að drífa sig í að lengja skyldunámið um eitt ár og setja inn á skyldunámsstigið eitthvað af því hag- nýta námi, sem menn þurfa að eiga kost á, sem sé að raða praktiskt námsefni í skól- ana? Eg tel því, að nú eigi að lengja skyldu- námið um eitt ár og koma því praktiskt fyrir og reiða ótæpilega fram úr opinber- um sjóðum þann kostnað, sem þarf til þess, að dreifbýlisfólkið geti notfært sér þessa menntun, en beygja sig alls ekki fyrir þeirri hugsun, að þar þurfi að vera annars flokks fólk, að því er skólanám varðar. Menn ættu að leggja orku sína í að finna leiðir til að greiða fyrir þessu fólki og gefa því kost á 12 — HEIMILI OG SKÓLl námi til jafns við aðra. Ef mönnum finnst þessum frv. áfátt í því tilliti, sem vel má vera, að sé, þá þarf að bæta þau. Það má vel vera, þótt þessi frv. séu betri en þau, sem áður voru lögð hér fram fyrir tveimur árum um þetta efni, þá skorti enn nokkuð á og kannske verulega. Mér finnst til bóta að dreifa stjórnkerfi skólanna og færa það út um land. Eg fagna alveg sérstaklega 25. gr. í þessu frv. um grunnskóla. Akvæði hennar eru, frá mínu sjónarmiði séð, yfirlýsing um alveg nýja stefnu í skólamálum. Þar er viður- kennt, að námið er vinna, og það á að gera skólana að vinnustöðum. Það á að vera stefnan. Það er auðvitað engin glóra í því, að nemendur eigi t. d. að vinna svo að segja hvert einasta kvöld heima hjá sér, allan dag- inn fyrst og síðan á kvöldin, en fullorðna fólkið eigi að vinna einungis á daginn. ELLERT B. SCHRAM, alþingismaður: Lokapróf hvers áfanga grunnskól- ans er jafnframt inntökuheimild nœsta skólastigs. í þessu frv. eru fjölmörg athvglisverð nýmæli, og ég held, að hægt sé að fullyrða, að nefnd sú, sem hefur haft þetta mál til endurskoðunar og meðferðar, hafi unnið mjög gott starf, hún hafi dregið fram í sviðsljósið ýmis mál, sem markverð telj- ast, og hvort sem frv. verður samþykkt eða ekki, hafa menn mun betri yfirsýn yfir fræðslumálin og átta sig nú betur en fyrr á því, hvar skórinn kreppir. Af þeim ný- mælum, sem ég tel athyglisverðust, nefni ég fyrst þá viðleitni að dreifa yfirstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.