Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 34

Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 34
þetta, án þess að sén verði teljandi áhrif þeirra á nýrri gerð frumvarpsins og auk þess átt orðastað við nefndarmenn á ráð- stefnu Samb. ísl. sveitarfélaga um sama mál og hlotið útúrsnúninga, á góðri ís- lenzku að vísu, fyrir rök, enda því lýst yfir af einum nefndarmanna, að þeir væru þétt- ir og létu ekki álit annarra á sig fá. Hvers vegna þá að fylla orðabelg þennan frekar? rOkkur ber að þegja og þakka. Og þó. Nú skulum við hreint ekki láta sem svo, að ekki sé sitthvað lofsvert í frumvarpi þessu, svo er vissulega. Hins vegar get ég ekki leynt því, að nokkuð er vandséð, hvaða atriði þar eru, sem ekki hefðu hæglega get- að rúmazt innan ramma hinna gömlu laga, enda hafa sumir grunnskóla-nefndarmenn sannað það með störfum sínum á öðrum vettvangi undanfarin ár. Að því er látið liggja, að einn megintil- gangur frumvarpsins, ef að lögum verður, sé að jafna námsaðstöðu og er það lofsvert. Hitt þykir mér stórum alvarlegra, þegar því er haldið fram, að slíkt náist ekki nema m@ð því að lengja skólaskyldu. Það er tekið franr í athugasemdum við frumvarpið, að 82—100% nemenda sæki nú 3. bekk gagnfræðastigsins án skyldu, en hins getið, að hugurinn hljóti að beinast að ,.allt að 18% íslenzkra unglinga, er ekki sækja skóla. Við athugun kemur fram, að hlutfallslegur meirihluti þeirra er búsettur í dreifbýli, ýmist í sveitum eða smærri sjáv- arþorpum, þar sem þessi bekkur er ekki fyr- ir hendi.“ Það er sem sagt látið að því liggja ,að með því að setja skyldustimpil á 82% nemenda, leysist vandi hinna, sem enga aðstöðu hafa til þessa náms! Það ligg- ur nefnilega í augum uppi, eins og semj- endur frumvarpsins benda réttilega á í til- 2S — HEIMILI OÖ SKÓLI vitnaðri klausu, að aðstæður eru nú ekki fyrir hendi til að lengja skólaskylduna. Frœðsluskylda, þ. e. skylda hins opinbera til að sjá fyrir menntunaraðstöðu, er auð- vitað það, sem á skortir. Fyrir hinu höfum við reynslu, að vísu íslenzka, að þar sem aðstaðan er fyrir hendi, er hún notuð af 96—100% nemenda. I 91. gr. frumvarpsins segir svo: „Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til fram- kvæmda svo fljótt sem aðstæður leyfa í hverju skólahverfi að dómi menntamála- ráðuneytisins, þó eigi síðar en innan tíu ára frá gildistöku.“ Nú skal „enginn verða úti.“ Samkvæmt þessu kemst hin nýja skipan á þegar við gildistöku laganna, þar sem aðstæður eru fyrir hendi, en hinir, þ. e. hinir margum- töluðu dreifbýlisnemendur, sem bjarga á, kunna að þurfa að bíða í allt að tíu ár. Hvernig þetta jafnar aðstöðu nemenda, hvar sem búsettir eru á landinu, er mér fyr- irmunað að skilja og verður á að spyrja, hvort ekki væri nú hugsanlegt, að öllu skilj- anlegra réttlæti næðist, ef aðstaðan yrði fyrst sköpuð í „ýmist sveitum eða smærri sjávarþorpum“ og hyggja síðan að lengingu skólaskyldunnar, ef hennar yrði þá þörf. Lítum að lokum á aðra hlið málsins. Gert er ráð fyrir og áherzla á það lögð, að nú skuli „enginn verða úti,“ allir hljóti námsyfirferð og efni við sitt hæfi. Einstakl- ingskennsla er lausnarorðið, sem sjá skal nemendum borgið. Allir skulu fá undir- stöðumenntun til áframhaldandi náms. Það er rétt eins og dulítill fölvi færist yfir þetta fagra fyrirheit, þegar í ljós kemui, að er grunnskóla lýkur, skuli nemendur ganga undir samræmt próf í tilteknum greinum. Hvað þá um einstaklinginn? Þennan sein-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.