Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 67

Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 67
UMSAGNIRUM BÆKUR Frá Ríkisútgáfu námsbóka Lestrarhók. Nýr flokkur. — 1. og 2. hefti. Bjarni Bjarnason, Jón J. Þorsteinsson og Yilberg Júlíusson völdu efnið að mestu úr safni Steingríms Arasonar. Bækur þessar eru gamlir kunningjar, en koma nú fyrir sjónir okkar í nýjum og glæstum búningi. Og er það ekki sízt að þakka ágætum teikningum Baltasar. Ber 1. heftið heitið Hvíti kjóllinn, en 2. heftið nefnist Litla Ljót, hvort tveggja eftir fyrstu sögu bókanna. Lesefni þetta er eink- um ætlað til lestrarkennslu og er afar gott sem slíkt. Setningar eru stuttar og nokkuð um endurtekningar, en samt er efnið áhuga- vekjandi og nær vel til barnanna. Bókunum fylgja vinnubækur og er mik- ill fengur að þeim. Yinnubækurnar hafa tekið saman skólastjórarnir Ásgeir Guð- mundsson og Páll Guðmundsson. Þegar við Kalli vorum strákar. Höfundur Orn Snorrason. Hér á áram áður var þessi bók mikið lesin af nemendum í Barnaskóla Akureyr- ar. Og gott er, ef hún var ekki beinlínis lesin upp til agna. Eg minnist þess, að fyrir allmörgum ár- um hafði ég í bekk hjá mér dreng, sem átti í erfiðleikum með lesturinn. En allt í einu brá svo við, að strákur varð fljúgandi læs á mjög skömmum tíma. Þegar ég innti hann eftir því, hvað komið hefði fyrir, svaraði drengur: „Ég fékk bara svo skemmtilega bók, að ég varð að lesa hana aftur og aft- ur.“ Og bókin var Þegar við Kalli vorum strákar. Ég ætla, að barnabók geti ekki fengið öllu betri meðmæli. Það eru því gleðitíðindi, að Ríkisútgáfan skuli hafa gefið þessa bók út, og ekki spill- ir það ánægjunni, að Halldór Pétursson hefur myndskreytt bókina með sínu sér- stæða og skemmtilega handbragði. Og í lokin, því ekki að skrifa fleiri barnabækur, Orn? Sóley. Höfundur Kristín S. Björnsdóttir. Þessi litla bók er ætluð nemendum í yngri bekkjum barnaskólans. Hún hefur þann kost til að bera, að vera hvort tveggja í senn gott og fræðandi lesefni og vel við hæfi lesþroska barna á þessu aldursskeiði. Hefur höfundi tekizt vel að sameina þessa þætti og er vonandi, að hann láti meira frá sér heyra í framtíðinni. Myndskreyting bókarinnar nýtur sín ekki lil fulls. Ég ætia, að allar myndir hefðu átt að vera í litum. Það hefði jafnframt aukið mjög á gildi þeirra fyrir textann. Myndirn- ar teiknaði ung listakona, Þorbjörg Hösk- HEIMILI OG SKÓLI — 59

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.