Heimili og skóli - 01.03.1981, Blaðsíða 29
DUMMEIÐI --------
LAÐUR FRAMHALDSSKÓLI
JÓN BÖÐVARSSON skólameistari
í framtíðinni verður að skipta öllu námi
í skilgreinda áfanga
Lengi varsú námsskipan einráð hérlendis
að skipta nemendum í bekki þar sem jafn-
öldrum var kennt sama námsefni á sama
tíma og sama hátt. Sú skipan þótti sjálfsögð
því menn þekktu ekki aðra. Meðan atvinnu-
vegir voru frumstæðir, starfsgreinar fremur
fáar og breytingar hægfara hentaði bekkjar-
kerfið vel - jafnt í skyldunámsskóliHn fyrir
börn og unglinga sem í framhaldsskólum
þar sem námsefni var sniðið að þörfum
stétta, og nöfn skólanna vitnuðu um hverjar
þær voru: iðnskóli, loftskeytaskóli, verslun-
arskóli o.s.frv. Þar var alls staðar gengið að
því gefnu að menn stunduðu sömu atvinnu-
grein með sama hætti frá upphafi starfsferils
ti: elliára. Og sökum þess að skólar mótast af
umhverfi sínu og endurspegla það urðu
faggreinar eðlilega þungamiðja náms í
sérskólum. Sums staðar var námstími
skertur í bóklegum greinum, einnig náms-
efni í almennum greinum svo sem í íslensku,
stærðfræði, eðlisfræði og erlendum málum.
Og þess finnast dæmi að námsefni í þessum
greinum hafi verið sérhæft og fellt að
faggreinunum, til dæmis með því að kenna
danskt eða enskt tæknimál þótt undirstöðu-
þekkingu skorti í tungumálunum. Aðstand-
endur sérskóla vildu að þeir væru hver um
sig sjálfstæð grein vaxin upp af meiði
skyldunámsskóla. Svo varð, og þeir að-
greindust svo að torvelt eða ógerlegt reynd-
ist að fara úr einum í annan þannig að fyrra
nám nýttist. Ef skipt var um námsmarkmið
þurfti að hefja gönguna frá grunni í nýjum
framh. á bls. 29
Jón Böðvarsson
27