Ólavsökan - 01.07.1943, Page 12
Jóhannes úr Kötlum
GÓÐRA VINA FUNDUR
Logn var yfir Ijósu sundi,
Lýru bar aö strönd.
Fögur voru í sólskininu
Fœreyja lönd.
Gulli slœr á vík,
gleði vor er rík,
en bak við —
en bak við oss er dauðinn.
Stóð þar einn í fjörunni
með fagursilfrað hár
og skotthúfuna rauða,
en skein við himinn blár.
Annar steig af skipsfjöl
með augu djúp af mildi.
Honum lutu sveinar fimm,
en hvítur fálki á skildi.
Heill vert þú nú, Símun,
og lieil þín kœra byggð.
Velkominn sértu, Aðalsteinn,
með vini þína og tryggð.
Hvað er að frétta af íslandi?
Einbúinn bað mig flytja
bros til þeirra átján,
sem úti í liafi sitja.
Hló liinn aldni þulur
og handlék sinn staf.
Bróðurþeli íslendingsins
bjarmaði af.
Flokkur gekk til Fólkskóla,
— fregnað var um sinn.
Göfug frúin Sanna
gestina leiddi inn.
12
ÓLAVS0KAN