Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 6
6 LÆKNANEMINN leyti bar mikið á skoðunum um að kynbœta mannkynið. Þegar fyrir aldamótin 1900 hafði hinn frægi erfðafræðingur Sir Francis Galton skýrt og hleypt af stokkunum hreyfingu, sem hann kallaði Kyn- hreinsunarhreyfinguna (Eugenic Movement). Markmið talsmanna þeirrar hreyfingar var í stuttu máli að stuðla að því með hjálp erfðafræðiþekkingar, að hinir hæfu meðal manna ykju kyn sitt, en aðrir óhæfir yrðu hindraðir í því. Þessar hugmyndir og kenn- ingar ollu auðvitað hörkudeilum. Komu fljótt í ljós ýmsir annmark- ar á því að fylgja þeim fram. Margt þótti orka tvímælis í þeim, og þekkingin á erfðafræði manna var mjög í molum, að ekki sé tal- að um þekkingu manna á áhrifum umhverfisins á mótun manna. Kynhreinsunarhreyfingin varð fyrir mikilli gagnrýni, bæði rétt- mætri og óréttmætri. Ekki varð úr, að víðtækar áætlanir um kyn- hreinsun yrðu framkvæmdar. Undir þunga mikillar gagnrýni setti hreyfingin niður, og varð hún aldrei að því fyrirtæki, sem upp- hafsmenn ætluðu. Enn er þó til virðulegt félag í Englandi, sem heitir Eugenic Society, og eru meðlimir þess hinir merkustu og hæfustu menn. En „eugenics" er sérstakt svið í erfðafræði manna, og má minna á, að ýmis atriði kynhreinsunarstefnunnar eru nú framkvæmd og hafa verið um langt skeið. I mörgum löndum hafa verið sett sérstök lög, sem leyfa vissar aðgerðir til að koma í veg fyrir, að einstaklingar auki kyn sitt. Þá einstaklinga sem verða fvrir slíkum aðgerðum, er áður búið að rannsaka og fjalla um af sérstakri nefnd sérfræðinga, sem yfirvöld hafa gefið vald til að ákveða, hvort vönun skuli fram fara eða ekki. Nefnd þessi heitir vönunarnefnd, en hún tekur einn- ig ákvarðanir um löglegar fóstur- eyðingar. Lög um vönunaraðgerðir eru til í 27 ríkjum Bandaríkjanna og í Evrópulöndum, eins og t. d. Norð- urlöndum og þar á meðal Islandi. Ég læt þessi orð nægja um við- leitni manna til að bæta mann- kynið með þessu móti, og mætti þó margt fleira segja um skoðanir erfðafræðinga í þessum málum. Annað mikilvert vandamál er komið til sögunnar, og það yfir- skyggir fullkomlega öll heilabrot um að kynbæta og kynhreinsa mannkynið. Það er vandamálið um verndun mannkynsins fyrir kynspillandi áhrifum eiturefna, og skulum við gera okkur nánari grein fyrir því. í fyrra heimsstríði vakti notkun eiturgass mikla skelfingu, en í því var frumu- og litningaeitrið „nitrogen mustard". Þetta efni hefur síðan verið notað til að framkalla krabbamein í tilrauna- dýrum, og einnig hefur það verið notað sem lyf gegn vissum teg- undum illkynja meina. Ég minn- ist á þetta til að vekja á því sér- staka athygli, að þegar í fyrra heimsstríði voru litningar mann- anna, „krómósómin“, orðin að skotmarki. Sérstök alþjóðasam- þykkt var gerð gegn notkun slíkra eiturefna í hernaði. Gasgrímur þær, sem hermenn síðara heims- stríðs notuðu, gáfu til kynna, að menn treystu ekki þeirri alþjóða- samþykkt. Áður en öðru heimsstríðinu lauk, urðu litningarnir aftur að skotmarki, og var þá beitt ennþá skelfilegra litningaeitri en menn höfðu áður fundið upp, kjarnorku- geislum. Síðan öðru heimsstríðinu lauk,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.