Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 38
38 LÆKNANEMINN Undirritaðir: Guðmundur Sigurðsson, Viðar Hjartarson, Kristján Eyjólfsson, Ársæll Jónsson, Þorvarður Brynjólfsson. — Tillagan var samþykkt einróma. Nýkjörinn formaður, Þórður Harðar- son, bað menn þakka með lófataki frá- farandi stjórn störf hennar, og var svo gert. Einnig fékk nýkjörin stjórn lófa- klapp. Loks var fundarstjóra, Gunnari Sigurðssyni, þökkuð röggsöm stjórn fundarins, og náði hann þá loks að slíta fundi. Og enn var haldinn fundur í Félagi læknanema; 22. apríl 1965. Gestur fund- arins var að þessu sinni prófessor Tómas Helgason, og hélt hann fyrir- lestur um stöðu geðlækninga i almennri læknisfræði. Prófessor Tómas gat þess í upphafi, að sér fyndist alltaf undar- legt, þegar stúdentar fá kennara sína til að tala yfir sér á félagsfundum. Hóf hann síðan erindi sitt, talaði fyrst um læknisstörf almennt, taldi þau þríþætt, þ.e. að lækna, líkna og hugga. Kvað hann marga sjúkdóma eiga sér félags- legar rætur og hefði félagslegum lækn- ingum verið of lítið sinnt. Prófessor- inn greindi frá því, að 20—30% sjúkl- inga, sem koma á lyflæknisdeildir, væru haldnir einhvers konar geðsjúkdómum, 6% á handlæknisdeildum og 10% á blönduðum deildum. Sýnir þetta ljós- lega þá nauðsyn, að almennir læknar séu vel heima í geðsjúkdómafræði. Þá ræddi prófessor Tómas um ýmsa erfið- leika á því, að fá fólk til að taka lyf í heimahúsum og sagði táknræna dæmi- sögu um þau vandamál: Maður nokkur lagði það í vana sinn að setja sig í coma diabeticum til þess að losna um stund frá eiginkonu sinni og tengdamcð- ur. Slæmt ástand þar. Var erindi pró- fessorsins allt hið áheyrilegasta og fróð- legt mjög. Bárust að því loknu margar spurningar, og fengust greið svör. Var nú tekið fyrir næsta mál, sem var reglugerð sú hin umdeilda, er frest- að var á aðalfundi. Höfðu menn nú haft tíma til að athuga tillögur þeirra Bald- urs, Bjarna og Jóns, og ávöxturinn var sá, að bornar voru fram miklar breyt- ingartillögur. Hafði Guðmundur Sig- urðsson orð fyrir tilleggjendum. Var í tillögum þessum leitazt við að setja fram almenna reglu og einfalda, er gilt gæti um allar stöðuveitingar á vegum félagsins. Mæltu nú ýmsir með hinum nýrri til- lögum, en aðrir á móti, og höfðu ýmis- legt við þær að athuga. Þórður Harð- arson lagði fram breytingartillögu við 4. grein hinna nýju tillagna á þessa leið: „Jafnréttháir til launaðra staða skoðast III. hluta menn, sem einn laun- aðan kúrsus hafa fengið, og II. hluta menn, sem engan hafa fengið. Svo og II. hluta menn, sem einn lauðnaðan kúrsus hafa fengið, og I. hluta menn, sem engan hafa fengið. Eftir harðar umræður um málin var tillaga Þórðar borin undir atkvæði og felld með 12 atkvæðum gegn 6. Breyt- ingartillögur Guðmundar Sigurðssonar og félaga voru hins vegar samþykktar með öllum greiddum atkvæðum nema tveimur. Síðasta mál á dagskrá var tillaga stjórnar um nýjan kauptaxta fyrir Fé- lag læknanema, svohljóðandi: „Daglaun: Síðasti hluti: kr. 700.00, frítt fæði, hús- næði og ferðir. Miðhluti: kr. 600.00, fritt fæði, húsnæði og ferðir. Tímakaup: Síðasti hluti: kr. 98,00, 6% orlof Miðhluti: kr. 78.00, 6% orlof. Fyrsti hluti: kr. 69.00, 6% orlof. Daglaun séu greidd fyrir 8 klst. á dag á tímanum 8—12 og 13—18 alla virka daga nerna laugardaga, þá á tímanum 8—12. Eftir ofangreindu tímakaupi greiðist öll vinna fram yfir 8 stunda vinnudag, svo og öll vinna, sem unnin er á styttrl tima en viku samfleytt. 22.4. 1965. Taxti þessi tekur þegar gildi." Formaður reifaði málið, og treystist enginn til að gagnrýna. Var og orðið áliðið, og um réttmæti taxtans efaðist enginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Árshátíð Félags læknanema 1965 var haldin 14. marz. Hófst hún með prýðilegum fundi, sem áður getur. Ekki verður með sanni sagt, að ljóma hafi lagt af hinum hluta hátíðarinnar, nefni- lega borðhaldinu og dansinum um kvöld- ið. Ekki þarf þó að gagnrýna drykkju læknanema né illa hegðun þeirra á há- tíðinni, þvi þar fór allt fram með mikl- um sóma, heldur þann ósið margra ágætra manna að sitja heima. Veldur e.t.v. nokkru um þetta, að mönnum hefur vaxið kostnaðarhliðin í augum, en ekki skyldu menn ætla að félagið hyggi á neinn gróða af árshátiðum sín- um. Öll keypt þjónusta er dýr, og er óþarfi að ræða það á þessum vettvangi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.