Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 39

Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 39
LÆKNANEMINN 39 en skömm er að því engu að síður fyrir læknanema að sækja ekki betur árs- hátíð síns eigin félags. Menn skyldu einnig minnast þess, að á árshátíð er gullvægt tækifæri til að kynnast fé- lögum sínum í deildinni sem hóp og ein- staklingum, tækifæri, sem ekki kemur nema einu sinni á ári, ef undan eru skildar ferðir þær, sem kenndar eru við vísindi. Ábending sú til lækna, sem fram kom í seinasta Læknanema, hefur þegar bor- ið árangur. Tveir læknar hafa brugðizt fljótt og vel við. Dr. Friðrik Einarsson hefur sýnt Félagi læknanema þann heið- ur, að færa því að gjöf eintak af doktorsritgerð sinni, „Fracture of the Upper End of the Humerus", ásamt nokkrum sérprentunum úr tímaritum. Ólafur Jensson, læknir, hefur einnig fært félaginu nokkrar sérprentanir á greinum, sem birzt hafa eftir hann í íslenzkum og erlendum tímaritum. Færa læknanemar þeim hinar beztu þakkir. Sendill hefur verið ráðinn til starfs á Landspítalanum nú fyrir skömmu. Verður því varla með orðum lýst, hve stúdentar eru fegnir þessari ráðstöfun. Voru mönnum Blóðbanka- og Rann- sóknarstofugöngur leiðar orðnar og þóttust þeir hafa lært að ganga fyrir löngu. Ekki sakar að geta þess, að sendillinn er ung stúlka og væntanlega ólofuð. K. S. Tilkynning Félag Iæknanema hyggst efna til skemmtiferðar um Suðurland (hellarnir að Ægissíðu, Múlakot o.s.frv.) sunnudaginn 20. júní kl, 9 f.h., ef nægileg þátttaka fæst, Góður leiðsögumaður verður msð í förinni. Kostnaður fer að nokkru eftir þátttöku, en má áætla kr. 300,00—350,00, (ein máltíð inni- falin). Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram við stjórnina sem fyrst. Stjórn Fél. læknanema. (Símanúmer í embættismannatali) „Akút^-hugleiðingag’ Til er í íslenzku atviksorðið brátt í merkingunni „skjótt", ,,skyndilega“, og orðmyndin bráða-, sbr. bráðasótt, bráða- bólga, og mætti segja mér, að Fjölnis- menn hefðu nú á tímum tekið það upp ,,akút‘‘ og notað t.d. á þessa leið: 1) akút veikur: bráðveikur 2) akút infeksjón: bráðabólga 3) akút situasjón: bráð(a)hætta, bráðasótt 4) akút beiðni: bráðabeiðni 5) akút vika: bráðavika 6) „Sj. er lagður inn akút“: ,,Sj. er lagður inn bráðabeiðni" (dativus mode) 7) akút-myndataka: skyndimyndataka 8) akút-rannsókn: skyndirannsókn 9) akút-spursmál: bráður vandi 10) „Þetta er akút-sjúklingur“: „Þetta er bráðasjúkl.", „þetta er bráðve k- ur sjúkl." 11) „Þetta verður að gerast akút": „Þetta verður að gerast í skynd- ingu“ (með hraði") 12) „hann kom inn akút“: „hann kom inn bráðveikur" 13) akút case: bráðatilfelli 14) að operera akút: að skera upp án tafar 15) akút operation: skyndiuppskurður o.s.frv. B. I. tHWVVWM Á prófi: ,,Hvað munduð þé'r nú gera í þessu tilfelli, ungi ma5ur?“ Stúdentinn veit ekki glóru, en eyg- ir skyndilega Ijós í myrkrinu: . Ég mundi láta kalla á yður, prcfes- sor.“ (^ „Þár þurfið alls ekki að vera með neinar áhyggjur. Fjölmargt fólk talar við sjálft sig, svo að það er engin ástæða til að kvarta yfir því“. „Jú, ein. Ég er svo hræði- lega langorður.11 (> Páll litli: „Pabbi, úr hverju dó Dauðahafið ?“

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.