Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 16
16 LÆKNANEMINN ur er í hvíld eða við áreynslu. Forboðaeinkenni koma varla fyrir. Sjúklingur kvartar skyndilega um mikinn höfuðverk, kastar stundum upp og getur fengið krampa (fátítt). Síðan verður hann sljór og missir með- vitund innan nokkurra mínútna í langflestum tilfellum. Langalgeng- ast er, að blæðing verði í capsula interna, cerebellum eða pons. Ein- kenni eru háð því, hvar blæðingin er og hversu stór hún er: a. Blæöing í capsula interna. Sjúkhngur missir venjulega með- vitund. Púls verður hægur (50— 60), en kröftugur. Öndun djúp og hrjótandi, en ýmist hæg, hröð eða af Cheyne-Stoke’s gerð. Andlitið gjarnan hyperæmiskt. Höfuð og augu snúa venjulega til þeirrar hliðar, sem blæðing er. Sjúklingur er með hemiplegia og hemianal- gesia. Pupillae geta verið ójafnar, en svara ljósi, nema coma sé mjög djúpt. Cornea-reflex er oft horf- inn contralateralt, en bilateralt, ef coma er mjög djúpt. Sina- reflexar eru breytilegir, geta verið minnkaðir eða horfnir lömunar- megin (neural shock), en stundum auknir (venjulega þó ekki fyrr en eftir nokkra daga). Babinski er jákvæður lömunarmegin, en neikvæður hinum megin, nema coma sé mjög djúpt. b. Blœðing inn í ventriculi. Ef capsula-blæðing brýzt inn í ventri- culus lateralis, fer coma stöðugt dýpkandi og merki um bilateral pyramidal-skemmd koma fram. Gjarnan eru efri útlimir fixeraðir í extensio og höfuð keyrt aftur á við (decerebrate rigidity). Líkams- hiti fer hækkandi. c. Blæðing í pons. Einkennin eru að nokkru háð því, hversu fljótt maður sér sjúkling eftir áfallið. Sjái maður hann fljótt, getur hann haft einkenni helftar- skemmda í pons, þ.e. ipsilateral facialis paralysis og contralateral hemiplegia. Höfuð og augu snúa að lömuðu hliðinni. Ef lengra er liðið, hefur blæðingin venjulega breiðzt þversum yfir pons. Sjúkl- ingur er þá með quadriplegia og jákvæðan Babinski bilateralt. „Pinpoint pupils“ eru einkennandi fyrir pons-blæðingu (bilateral eyðilegging á ocular sympatiskum fösum). Hiti er gjarnan hækkaður. Horfur, mismunargreining og meðferð á „síagi“. Horfur. Afdrif sjúklings, sem fær „slag“, (þ.e. thrombosis, em- bolia eða hæmorrhagia cerebri), eru háð því, hvers eðlis áfallið er, hversu mikið það er og hvort complicationir eru fyrir hendi eða ekki. Sjaldgæft er, að slag valdi skyndidauða (kemur þó fyrir, ef stórt aneurysma springur), og deyr sjúklingur sjaldan á fyrstu 12 klst. Prognosis quo ad vitam er þó jafnan léleg við verulega blæðingu, svo og ef stór æð lokast af thrombosis eða embolus. Pons-blæðing og capsula-blæð- ing, sem þrýstist inn í ventriculus lateralis, drepur sjúkling venju- lega innan 1—2 daga (compressio á heilastofni). Aðrar banvænar heilablæðingar leiða venjulega til dauða innan 2—14 daga. Coma fer þá stöðugt dýpkandi, corneal og pupillar reflexar hverfa, púls verð- ur hraður og óreglulegur, öndun verður óregluleg og loks hröð og grunn. Hiti og blóðþrýstingur fara yfirleitt hækkandi, og líf sjúklings fjarar út 1—2 sólarhringum eftir að einkenni lokastigs koma í ljós. I banvænum thrombosis- eða embolia-tilfellum deyr sjúklingur oft ekki fyrr en eftir 10—20 daga,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.