Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 38
38 LÆKNANEMINN — Já, en þetta er gott að heyra. Líklega muna menn efnið betur með þessu móti, enda kom- ast þeir ekki hjá því að lesa um allt efnið vegna umræðnanna á eftir, þótt hver um sig flytji að- eins hluta þess. Annars reynir þetta ekki síður á kennarann en fyrirlestraformið, kostar hann meiri undirbúningsvinnu, ef hann á að vera vel heima alls staðar í efninu, geta leitt umræður á eftir og haft ákveðna skoðun á þeim vangaveltum, sem fram koma. Þó að menn bjargist auðvitað langt á eigin starfsreynslu, er hún ekki nóg. Hins vegar er eðlilegt, að alltaf séu smávegis örðugleikar í byrjun, meðan bæði stúdentar og kennarar eru að finna sitt form, eins og sagt er. En nóg um það. — Er eitthvað sérstakt, sem þér munduð vilja Ijúka þessu spjalli með? — Já, það er eitt, sem væri fróð- legt fyrir ykkur að vita, að samið hefur verið uppkast að lögum fyr- ir samtök, sem eiga að heita „Nordisk federation för medicinsk undervisning11, og þar er gert ráð fyrir hlutdeild læknastúdenta. Megintilgangur þessara samtaka verður að vinna að bættri lækna- kennslu á Norðurlöndum, aðallega á sameiginlegum fundum um það efni. Þetta hefur ekki verið gert áður á Norðurlöndum, en slík sam- tök eru til í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss. Haldnir verða kennslumálafundir annað hvert ár. þar sem eiga fulltrúa kennarar læknadeilda, læknastúdentar, menntamálaráðuneytin, heilbrigð- isstjórnirnar og læknafélögin á Norðurlöndum. Þessi félagsstofnun kom eigin- lega fyrst til tals á sameiginlegum fundi um læknamenntun, sem haldinn var í Finnlandi í fyrra og þið hafið heyrt getið um. Þá var sett nefnd manna til þess að at- huga um og undirbúa fastari sam- vinnu milli norrænu læknaskól- anna um læknakennslu á öllum stigum, þar með talið framhalds- nám og viðhaldsnám. I þessari nefnd eru einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna, og hef ég setið þar fyrir Islands hönd. Við höfum hitzt tvívegis síðan, fyrst í Árhus í fyrra og síðan hér í Reykjavík í vor, og skrifað öllum áðurnefnd- um aðilum og leitað samvinnu þeirra, og loks höfum við nú sam- ið uppkast að lögum, eins og ég sagði áðan, en ætlunin er að koma þessu í fast form á næsta ári. — Hver yrði staða stúdenta á þessum kennslumálafundum ? — Þeir tækju þátt í umræðum, skýrðu viðhorf sín og hefðu at- kvæðisrétt um þær tillögur, sem bornar yrðu fram, og um stjórn þessa félagsskapar. Þarna yrði rætt vítt og breitt um kennslu í læknisfræði, hvernig henni yrði bezt komið fyrir og hvað gera mætti til úrbóta á hverjum tíma. Auk þess yrðu inn á milli þrengri umræður, þar sem tekin yrði fyr- ir kennsla í ákveðnum greinum. Þær samþykktir, sem gerðar yrðu, gætu ekki orðið bindandi fyrir hin ýmsu lönd og læknadeildir; slíkur félagsskapur getur ekki verið nema ráðgefandi í þessum efnum. Hver deild yrði að velja og hafna eftir því, sem henta þykir og fram- kvæmanlegt er á hverjum tíma. Margt fleira þyrfti að minnast á, m.a. hvort kandídatar séu nógu vel undirbúnir undir almennt læknisstarf utan sjúkrahúsa, eftir að hafa hlotið alla menntun sína innan veggja þeirra. Ef þeir eru ekki nógu vel undirbúnir, hvernig á þá að bæta úr því? En þær um- ræður verða að bíða betri tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.