Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 43

Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 43
LÆKNANEMINN J,3 unga lækni síðar meir, þar sem lestur fræðirita er nú orðinn svo stór þáttur í menntun lækna. Það er alkunna, að fræði, sem þóttu góð og gild vara fyrir t. d. 20—30 árum, eru það í mörgum tilfellum ekki í dag. 5. Auka verður fjölda kennslu- funda, þar sem eitt eða fleiri til- felli eru brotin til mergjar, og allir starfandi læknar viðkomandi deildar eru viðstaddir. 6. Æskilegt væri að hafa „roter- andi instructor“ á hverri deild. Er þetta í því fólgið, að læknar við- komandi deildar velja úr sínum hópi einn mann, sem sér um alla kennsluskipulagningu deildarinn- ar í ákveðinn tíma. Þetta er vafalaust einhver mik- ilvægasti liðurinn í kennsluskip- an hverrar stofnunar. 7. Byggja þarf upp kerfi, þar sem stúdentar og kandidatar ,,rotera“ milli praktiserandi lækna og fara í vitjanir með læknum á bæjarvöktum. Á sjúkrahúsum sér stúdentinn yfirleitt lítið annað en mikið veika sjúklinga með organiska sjúk- dóma. Hann verður því að fá ein- hverja nasasjón af því, sem bíður hans, er út í hinn almenna praksis kemur, þar sem 70—80% af ein- kennum sjúklinga eru á starf- rænum grundvelli. 8. Til að kennslukerfi stofn- unar heppnist, þarf frjálslegt and- rúmsloft, þar sem stiidentar eru stöðugt örvaðir til spurninga, hlýtt er á tillögur þeirra og vinna þeirra metin að verðleikum. Er ekki nokkur vafi á, að þetta eykur bæði afköst og vinnugæði. Það dylst engum, að gæði kennslu í náinni framtíð verða þung á met- unum, er stúdentar velja sér kúrsusa og kandidatar stöður. Stóru þjóðirnar hafa gert sér þetta ljóst fyrir löngu, enda byggist ,,standard“ hverrar deild- ar eða viðkomandi sjúkrahúss að miklu leyti á þeirri kennslu. Hvað þarf svo til, að útskrifa góðan lækni í dag? 1. Góða undirstöðumenntun („basic science"), sem erfitt er að nema síðar meir, hafi henni verið ábótavant í byrjun. 2. Góða almenna kliniska mennt- un, þar sem ekki er eingöngu lögð áherzla á orsök, greiningu og með- ferð, heldur verður einnig að kenna hinum unga stúdenti eða lækni að nýta sína góðu menntun í þágu sjúklinga sinna. Þetta er ,,móttóið“ og tilgangurinn með „teamwork" nútímalæknisfræði — þ. e. a. s. — velferð sjúklingsins kemur fyrst, en heiður læknisins í öðru sæti. Þar sem kerfi þetta er orðið há- þróað erlendis, er leitað út fyrir veggi viðkomandi stofnunar, sé það talið nauðsynlegt til lausnar erfiðra vandamála. Það á vissulega að hlúa að slík- um hugsunarhætti hjá hinum ungu mönnum, og kenna þeim að læra að þekkja sínar eigin takmarkanir í okkar góðu starfsgrein, sem fleygir svo ört fram, að einn mað- ur ræður aðeins við brot af t. d. ákveðinni sérgrein, — ef veita á þá beztu þjónustu, sem völ er á. Eftirfarandi auglýsing birtist eitt sinn í dagblaði hér í bæ: KOMINN HEIM TIL SÖLU Og undir var skráð nafn og heim- ilisfang eins af betri læknum bæjarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.