Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Qupperneq 9

Læknaneminn - 01.03.1976, Qupperneq 9
líknardauða. Hefur hann t. d. rétt til að taka önd- unarvél úr sambandi, þegar fullvíst er talið, að allri beilastarfsemi sé endanlega lokið? Hefur hann rétt til þess að halda að sér höndum, að beita ekki vé!- rænum aðgerðum, þegar auðsýnt er, að slíkar að- gerðir mundu einungis lengja dauðastríð sjúklings- ins? Þessum og jrvílíkum spurningum verður ekki svarað án skírskotunar til siðfræðilegra viðmiðana. Fóstureyðingar er annað mál, sem mikið hefur verið rætt víða um heim á undanförnum árum. I þeirri umræðu hefur mjög verið höfðað til siðferð- íslegrar ábyrgðar lækna, en þetta málefni er einnig gott dæmi um það, þegar andstæð siðferðisleg við- horf rekast á. Hvort ber að meta meira, sjálfsákvörð- unarrétt einstaklings eða rétt fósturs til lífs? A hvora vogaskálina telur læknirinn sér skylt að leggja sitt lóð? Rannsóknir er sá þáttur, sem nútíma læknisfræði getur sízt án verið. Yart mun nokkur efast um gildi þeirra, enda er Ijóst, að án stöðugra rannsókna verður ekki um nokkra framþróun að ræða. En stundum má efast um siðferðislegt gildi rannsókna eða réttmæti. Sænski læknirinn og siðfræðingurinn, Cla rence Iflomquist, sem hefur skrifað mikið um medisínska siðfræði, kemst á einum stað þannig að orði: „Risken för missbrukad forskning har aldrig varit större án nu och behovet av en forskningens etik aldrig angelágnare“ (Medicinsk etik, bls. 332). Þótt j Dessa staðhæfingu megi heimfæra upp á vís- mdalegar rannsóknir í víðtækum skilningi, þá dylst ekki, að hún tekur einnig til læknisfræðilegra rann- sókna. Einkum má búast við, að hætta á misbeitingu sé fyrir hendi, þar sem tilraunir eru gerðar á mönn- um í þágu rannsókna. Helsinkiyfirlýsingin frá ár- mu 1964, sem einmitt fjallar um þetta efni, er í sjálfu sér viðurkenning á slíkri hættu. I þessari yfir- lýsingu er lögð á það rík áherzla, að grundvallar- munur sé annars vegar á rannsóknum, sem ótvírætt hafi heilsubætandi (therapeutic) gildi fyrir viðkom- andi sjúkling, óg hins vegar á rannsóknum, tilraun- um, sem hafa hreint vísindalegt gildi. Mjög er brýnt fyrir læknum að gefa sjúklingi sem gleggstar upp- lýsingar um eðli og tilgang rannsókna og leita eftir samþykki hans. Undirrituðum er ekki kunnugt um, í hversu ríkum mæli sjúklingar hér á landi eru hafðir að tilraunadýrum, en vart ætti að saka að minna á Cysta ovarii. siðferðislega ábyrgð lækna hér sem annars staðar í Jsessu tilliti. Nú dregur að lokum þessara sundurlausu hugleið- inga. Tilgangurinn með þeim er sá einn að vekja máls á nauðsyn nánari skoðunar á hinum ýmsu snertiflötum læknisfræði og siðfræði. Er það von undirritaðs, að þessi ófullkomna ritsmíð verði lækn- um og læknanemum hvatning til að gera efninu mun ílarlegri og betri skil. HEIMILDIR: Blomquist, Clarence: Medisinsk etik, Stockholm 1971. Cox, Caroline and Mead, Adrianne, (ed.): A Sociology of Medical Practice, London 1975. Wolstenholme, G. E. W. (ed.): Ethics in Medical Progress, London 1966. læknaneminn 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.