Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 10

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 10
Leiðir til ónœmismeðferðar illkynja œxla Auðólfur Gunnarsson, lœknir og Charles F. McKhann, lceknir Grein þessi birtist í CANCER, Vol. 34, no. 4, Oct. 1974, 1521—1531. Hún er hér birt lítillega stytt og íslenzkuð af Ragnari Danielsen með aðstoð Auðólfs Gunnarssonar. Inngangur Lokatakmark ónæmisfræðinnar innan krabba- meinsrannsókna er að koma á áhrifaríkum ónæmis- vörnum hjá krabbameinssjúklingum gegn eigin æxl- um. Því hefur verið haldið fram, að eitt aðalhlut- verk ónæmiskerfisins sé eftirlit gegn illkynja æxlum eða frumum með illkynja tilhneigingu. Þannig getur verið, að ónæmiskerfið haldi niðri illkynja breyt- ingum í flestum lilvikum. Töluverð vitneskja bendir til þess, að krabbameinssjúklingur sé sér „ónæmis- lega meðvitaður“ um tilvist æxlisins. Hins vegar virðist þessi vitneskja ónæmiskerfisins hafa lítil á- hrif á vöxt æxlis, sem náð hefur fótfestu. Þótt í flest- um tilvikum megi líta á ónæmi sem samræmt, áhrifa- ríkt varnarkerfi, er nú vitað, að í sumum tilvikum getur ónæmissvörunin jafnvel örvað æxlisvöxt. Þær aðferðir, sem nú er beitt í ónæmismeðferð, beinast að ]rví að auka mótstöðu sjúklingsins gegn æxlis- vextinum, með því að hvetja þá þætti ónæmissvör- unarinnar, er hindra illkynja breytingar og bæla, eða stöðva þá, er trufla ónæmisvarnirnar. Þeim möguleika hefur líka verið veitt athygli, að æxlið geti „varið“ sig gegn ónæmi hýsilsins, með myndun og losun á miklu magni mótefnavaka út í blóðrásina. I sambandi við mögulegar leiðir til ónæmismeð- ferðar, er nauðsynlegt að skilgreina nokkur atriði. Fyrirbyggjandi ónœmisaðgerð (Prophylactic im- munization) stuðlar að ónæmismyndun í einstak- lingi gegn æxlisvaldi, t. d. vírus eða sérkennandi æxlismótefnavökum, áður en hann kemst í nátlúru- lega snertingu við þessa þætti. Onœmismeðferð (Therapeutic immunization) innifelur meðferð, sem er hafin eftir að sjúklingurinn fær einkenni um ill- kynja æxlisvöxt. Osérhœfð ónœmisaðgerð (Non- specific immunization) er almenn örvun á ónæmis- svöruninni með notkun efna, sem ekki hafa mótefna- vaka skylda æxlinu. Sérhœfð örvun (Specific stimu- lation) er notkun æxlisfrumna, eða mótefnavaka þeirra, lil ónæmismyndunar gegn ákveðnu æxli eða æxlum með sams konar mótefnavaka. Virk ónœmis- aðgerð (Active immunization) er gerð beint á ein- staklingi, eða á frumum hæfum til ónæmismyndunar, sem teknar eru frá viðkomandi, hvattar til ónæmis- myndunar og skilað aftur til eigandans. Aðfengið ónæmi (Adoptive immunization) er flutningur ó- næmis frá einum einstaklingi til annars, með sér- hæfðum eitilfrumum eða efnum úr þeim, sem geta borið sérkennandi ónæmisupplýsingar til eitil- frumna móttakandans. Ovirk ónœmisaðgerð (Passive transfer of immunity) er flutningur mótefna frá ein- um einstaklingi til annars. Haghvœm shilyrði f yrir óntemis- meðferS Af miklum fjölda tilrauna í dýrum og vissri, tak- markaðri reynslu af meðferð illkynja æxla í mönn- um, er nú hægt að skýrgreina nokkur skilyrði fyrir árangri af ónæmismeðferð. 1) Æxli með þekkta mótefnavaka. Skiljanlega þarf æxlið að vera nægjanlega frábrugðið samsvar- andi heilbrigðum frumum hýsilsins, til að valda ónæmissvörun. Þar sem ekki er hægt að sýna fram á ónæmsisvörun í öllum krabbameinssjúklingum, ætti að beina ónæmismeðferð gegn þeim æxlum, sem endurtekið hefur verið sýnt fram á, að valdi ónæm- issvörun, t. d. melanoma, sarcoma, neuroblastoma, brjóstakrabba, Burkitt’s lymphoma, hvítblæði, ristil- krabbameini o. fl. 2) Notkun mótefnavaka frá allogenískum œxlum. 8 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.