Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 15

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 15
OnæmisaSgerð meS allogenískum æxlisfrumum ætti emungis aS reyna, þegar þær og æxliS, sem með- ferðin beinist gegn, hafa sameiginlega, sérkennandi fflótefnavaka. Tilraunir benda til þess, að mörg æxli 1 mönnum af svipuðum vefrænum uppruna, hafi sameiginlega æxliseinkennandi mótefnavaka. 3) Viðhald eða aukning á virkni mótefnavaka. Meðhöndlun æxlisfrumna, eSa ófrumubundinna mót- efnavaka, sem notaðir eru, þarf að viðhalda, eða jafnvel auka virkni þessara þátta til ónæmisörvunar. 4) Æxlisfrumur án „hindrunar“ efna. Yfirborð sexlisfrumnanna þarf að vera laust við öll mótefni, eða mótefna-mótefnavakasambönd, sem geta hindr- að eða truflað örvun ónæmissvörunarinnar. 5) Forðast ber inngjöf lifandi œxlisfmmna. Inn- gjöf lifandi æxlisfrumna úr eigin líkama getur leitt til gróðursetningar þeirra, eða frekari útbreiðslu á hinum illkynja vexti. Þótt hættan sé minni þegar frumur úr öðrum líkama sömu tegundar eru notaðar, vegna HL-A mótefnavakanna, geta þær líka vaxið í krabbameinssjúklingi. Þetta á einkum við um þá sjúklinga, sem hafa skerta ónæmissvörun vegna æxl- is, eða fyrri meðferðar. 6l Onœmishœfni. Sjúklingurinn verður að vera ónæmislega fær um að svara þeirri örvun, sem með- ferðin veldur. Mælikvarði á þessa hæfni eru m. a. húðpróf með algengum vökum og sérkennandi æxl- ismótefnavökum, auk svörun eitilfrumna við örvök- um (mitogenum) in vitro. Virk, ósérhæf ónæmisað- gerð beinist að því, að örva almenna ónæmishæfni. Hefðbundnar aðgerðir gegn æxlum, svo sem skurð- aðgerð, lyfjagjafir og geislun, hafa allar í för með sér nokkra ónæmisbælni. Bata ónæmiskerfisins er hægt að fylgjast meS in vitro, með eitilfrumuörvun og er það ein leið til að ákveða, hvenær bezt henti að hefja ónæmismeðferð. Einnig er hægt að byrja ónæmismeðferð, áður en sjúklingurinn hlýtur ónæm- isletjandi meðferð, og halda henni síðan áfram þegar ónæmiskerfið hefur náð sér. Þar sem annað ónæm- issvar hefur meiri mótstöðu gegn ónæmisletjun en fyrsta, má á þennan hátt flýta fyrir ónæmissvörun eftir ónæmisletjandi aðgerð. 7) Litlar œxlisleifar. Fengin reynsla í ónæmis- meðferð bendir eindregið til þess, að varnarmáttur ónæmiskerfisins sé lítill, gagnvart útbreiddum æxlis- vexti. Þótt eitt aðalhltverk ónæmiskerfisins sé senni- lega eftirlit og útrýming á illkynja frumum, virðist aukning á ónæmi til lækninga eingöngu áhrifarík, ef fyrst er létt álaginu á ónæmiskerfinu, með út- rýmingu mest alls æxlisvefs á hefðbundinn hátt. 8) Hámarksónæmisörvun. Vaxandi æxli virðist hafa letjandi áhrif á ónæmiskerfið. Ef ónæmismeð- ferð á að vera áhrifarík, þarf að framkvæma hana í ríkum mæli, hvort sem er með beinni ónæmisaðgerð, eða ónæmisflutningi. 9) Aukning frumulœgs ónœmis, minnkun mót- efnamyndunar. Hinir tveir meginþættir ónæmiskerf- isins virðast stundum vinna hvor á móti öðrum. Þar til fullnægjandi vitneskja fæst um þetta, beinast flestar aðgerðir í þá átt, að auka frumulægt ónæmi, en jafnframt að draga úr mótefnamyndun. 10) Mat á ónœmissvórun in vitro. Góður klíniskur árangur er of sjaldgæfur, til að hægt sé að nota hann eingöngu sem mælikvaröa á árangur af ónæm- ismeðferð. Því þarf að fylgjast með hinum ýmsu ó- næmissvörunum, sem hægt er að hafa áhrif á, með sérstökum rannsóknaraðferðum. Aðferðir við ó- næmismeðferð í framtíðinni munu m. a. byggja á niöurstööum rannsókna, sem nú eru geröar á ónæm- issvörun þeirra sjúklinga, sem meöhöndlaðir eru með ónæmisaðgerðum. AÐFERÐIR TIL ÖNÆMISMEÐFERÐAR #•' i/ri rh;;f;t/jmuli ónwinisaðyerð (Mynd 1). Lokatakmark ónæmisaðgerðar er að koma í veg fyrir sjúkdóm. Til þess þarf mótefnavaki viðkomandi æxlis að vera þekktur, tiltækur og hættulaus til ó- næmisörvunar og beita verður honum, áður en æxl- isvöxtur nær fótfestu. Nokkur æxli í mönnum, af sams konar vefrænum uppruna, virðast hafa sameig- inlega mótefnavaka. Stungið hefur verið upp á mögulegum vírusuppruna sumra þessara æxla. Fyr- irbyggjandi ónæmisaðgerðir gegn slíkum æxlaflokk- um með sameiginlega mótefnavaka og e. t. v. sama orsakavald eru vænlegar til árangurs. ÓnæmisaS- gerðinni er hægt að beita gegn tveimur mismunandi mótefnavökum. I fyrsta lagi geta mótefnavakar í hjúp æxlisvaldandi vírusa valdið ónæmissvörun og þannig er möguleiki á fyrirbyggjandi ónæmismynd- LÆKNANEMINN 9

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.