Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 16
\
Mynd 1. Fyrirbyggjandi ónœmisaðgerð með œxlisvaldandi vírus: Umbreyttur vírus notaður til að gera sjúklinginn ónæm
an gegn æxlisvexti er kynni að verða vegna þessa víruss í jramtíðinni. Onæmissvarinu beint gegn nýjum sérkennandi œxl-
ismótejnavökum, er leiðir lil höjnunar á œxlinu.
un gegn sjálfum vírusnum. 1 öðru lagi koma sér-
kennancli æxlismótefnavakar snemnta fram á yfir-
borði frumu, sem sýkst hefur af æxlisvaldandi vírus,
mögulega áður en illkynja breyting á sér stað. Það
væri því hægt að framkvæma ónæmisaðgerð gegn
þessum mótefnavökum in vivo, áður en illkynja
breytinga yrði vart.
Ósérhæfð fyrirbyggjandi ótiwmis-
aðycrð
Vissar rannsóknir benda til að börn, sem gerð var
á ónæmisaðgerð gegn berklum með Bacillus Cal-
mette Guerin (BCG) á unga aldri, bafi lægri tíðni
af bráðu hvítblæði en önnur börn. Samanburðar-
hópurinn í þessum athugunum var þó ekki nægjan-
lega vel valinn, til þess að niðurstöðurnar teljist ó-
yggjandi. Frekari rannsóknir, sem nú eru í gangi,
munu skera úr um þetta.
Virh, ósvrhtefð óntrmisaðycrð
(Mynd 2).
Ymis efni, unnin úr sýklum og tilbúnir ónæmis-
vakar, hafa verið notuð til ósérhæfðrar örvunar á
ónæmiskerfinu, t. d. BCG, corynebacterium parvum.
veiklaður kúabóluvírus og kíghóstabaklería, poly-
IC og DNCB. Af þessum efnum er BCG mest notað,
ýmist eitt sér eða með öðrum ónæmisaðgerðum.
BCG virðist örva ónæmiskerfið almennt. Þetta sést
m. a. af því að sumir sjúklingar, sem misst hafa get-
una til ónæmissvörunar, þ. á m. gegn mótefnavökum
æxlisfrumna, mynda aftur svörun gegn þessum efn-
um samtímis því, að þeir verða PPD jákvæðir eftir
ítrekaða örvun með BCG. Lítið er vitað um verkun-
armynztur BCG, m. a. hlutfallslega örvun frumulægs
ónæmis og mótefnamyndunar. 1 einni músatilraun
kom fram aukinn vöxtur æxla, þótt beitt væri sömu
aðferð og þeirri, sem hafði aftrandi áhrif á hvít-
blæði. Yfirborðssár eða kýli, eru alltaf samfara BCG
ónæmismeðferð, eftir því hvernig efnið er gefið.
BCG-gjöf undir húð, eða í æxlisvöxt, getur fylgt hiti,
sla[)pleiki, blóðþrýstingslækkun og blóðsýking. Tvö
dauðsföll eru þekkt, sem talin voru stafa af ofnæmi
j BGG oral
l® ®k
BCG íntrolesional ■'
1 1 :j vj , BCG mlradermol
f ' © 'f
®
o
Mynd 2. Virk, ósérhæfð ónœmisaðgerð: BCG örvar eitilfrum-
ur ósérhœjt, sumar þeirra ráðast á œxlið. Þrjár mismunandi
leiðir við inndœlingu.
10
LÆKNANEMINN