Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 18
Mynd 5. Virk sérhœjð ónœmisaðgerð með œxlisjrumum,
ejtir neuraminidasa meðhöndlun. Sialosýruhjúpurinn jjar-
lœgður in vitro, „nöktum“ œxlisjrumum, með aukna ónœm-
isvirkni skilað til gjafans.
að fjarlægja lijúp af sialosýru. sem oft er sérstaklega
þykkur utan á æxlisfrumum og hylur mótefnavaka
þeirra. Með því að meðhöndla frumurnar á þennan
hátt in vitro, fæst aukin ónæmisörvun gegn þeim
við endurinndælingu. Verkunarmynztrið virðist þó
ekki einfaldlega vera afhjúpun fleiri mótefnavaka,
heldur að ónæmiskerfið bregðist á annan hátt við
hinum umbreyttu frumum.
Æxlismótefnavakar í lausn. Frumulaus lausn af
æxlismótefnavökum hefur vissa kosti. Hægt er að
útbúa hana úr æxlum, sem tekin eru með skurðaö-
gerð eða við líkskurð og hafa viðeigandi mótefna-
vaka. Verulegt magn mótefnavaka gæti þannig feng-
izt. Tekizt hefur að einangra á þennan hátt vissa mót-
efnavaka, án þess að þeir breyttust eða töpuðu
virkni sinni og jafnframt geyma þá í sterkri upp-
lausn. Hins vegar er ljóst, að eðli og ástand mótefna-
vakans og hvernig hann er gefinn, getur skipt miklu
máli um áhrifin. Rannsóknir benda til þess að mót-
efnavakar, sem æxli gefa frá sér in vitro, séu veiga-
mikill þáttur í hindrun áhrifaríks ónæmissvars,
sennilega vegna áhrifa á eitilfrumur. Utanaðkom-
andi æxlismótefnavakar gætu haft sams konar ó-
æskileg áhrif.
Aðfenyið ónætni
Eitilfrumur (Mynd 6). Onnur ólík aðferð til ó-
næmismeðferðar, er flutningur sérhæfðs ónæmis frá
einum einstaklingi lil annars. Aðfengið ónæmi felur
í sér flutning á „framleiðslueiningum“, til stöðugs
viðhalds á sérhæfðu ónæmi, í stað ,,afurða“ ónæmis-
svarsins, með ákveðinn helmingunartíma. Fyrsta til-
raunin í þessa átt, fólst í flutningi „ofnæmra" eitil-
frumna úr blóði sjúklinga, er geröir höfðu verið
ofnæmir með allogenískum æxlisfrumum, aftur í
æxlishafann. Á svipaðan hátt, voru æxlisfrumur
flultar milli tvego;ja sjúklin2.a 02' ofnæmum eitil-
Mynd 6. Aðjengið ónœmi með eitilfrumum: Sjúk/ingur A og
B skiptast á dauðum æxlisjrumum, hver þeirra myndar ó-
nœmi gegn bœði HL-A og œxlissérkennandi mótejnavökum
hins. Onæmið síðan jlutt í upphajlega gjajann með eitil-
jrumum, sem þar er jljótlega eytt vegna HL-A mótefnavak-
anna scm þœr bera.
12
LÆKNANEMINN