Læknaneminn - 01.03.1976, Qupperneq 19
fruinum síSan víxlað milli gjafanna. Fræðilega séð
ei'u viss vandkvæði á þessari aðferð. Aðfengnu eitil-
frumurnar hafa líka sterka ofnæmisvirkni gegn eðli-
legum vefjamótefnavökum æxlisgjafans og geta því
ráðizt á hvaða vef sem er. Ennfremur eru þessar
eitilfrumur sjálfar sterkir mótefnavakar, er leiða til
kröftugrar ónæmissvörunar viðtakandans, er leiðir
til eyðileggingar þeirra. Yið fyrstu notkun gætu þær
lifað stuttan tíma og sumar ráðist á æxlisvöxtinn.
Frekari flutningar eitilfrumna frá sama gjafa myndu
hins vegar sennilega leiða til eyðileggingar þeirra í
hlóðrásinni, vegna ofnæmis gegn þeim. Fyrri snert-
mg ónæmisþegans við hvaða vefi eitilfrumuþegans
sem er, æxlisvefur meðtalinn, myndi leiða lil ofnæm-
issvörunar og stórminnka lífsmöguleika aðfengnu
eitilfrumnanna. Hins vegar er ekki vitað, hvort að-
fluttar eitilfrumur flytji með sér ónæmisboð til ó-
næmiskerfis frumuþegans. Þannig boð gæli virkjað
eitilfrumur þegans, jafnvel þótt hinar aðfengnu
frumur eyðilegðust. Flutningur allogenískra eitil-
fiumna beinl úr heilbrigðum gjöfum, eða eftir rækt-
un, hefur byggzt á þeirri ályktun, að e. t. v. flyttu
þær eitthvert „eðlilegt“ æxlisónæmi til þegans. Há-
tnark þessarar aðferðar er flutningur beinmergs í
sjúklinga með brátt hvítblæði, ekki eingöngu í stað
mergsins, sem eytt hefur verið, t. d. með geislun,
heldur líka til að hagnast á hinni sterku „höfnunar-
svörun“ er kemur fram hjá ígrædda mergnum gegn
sjúkum frumum þegans.
Flutningsþáttur (Transfer jactor) og RNA (Mynd
?)■ Beint framhald af flutningi allogenískra eitil-
frumna með hugsanlegum „fyrirmælum“, er tilbún-
]ngur og notkun frumulausra upplausna, er innihaldi
slík fyrirmæli til ónæmiskerfis þegans. Flutnings-
þáttur og RNA, er leyst hafa verið úr eitilfrumum,
bafa verið notuð í þessum tilgangi. Hægt er að
flytja sérhæft ónæmi til eitilfrumna in vitro, eða
mnstaklinga in vivo á þennan hátt. Endanleg tengsl
RNA-uppla usna og flutningsþáttar eru ekki þekkt.
Þótt þau séu efnafræðilega ólík, er ónæmisvirkni
þeirra nægilega lík, til að leiða líkur að því, að
RNA-lausn in feli í sér flutningsþáttinn, e. t. v. bund-
inn einhverju öðru efni.
Eftir að Lawrence lýsti fyrst að mögulegt væri að
flytja tuberculin-ofnæmi milli einstaklinga með efni,
er hann nefndi „flutningsþátt“, var í mörg ár lítið
Mynd 7. ASjengið ónœmi með flutningsþœtti eða RNA:
Ejnið unnið úr eitilfrumum „tœknaðs“ sjúklings A, gejið
sjúklingi B, eða eitilfrumur hans „frœddar“ in vitro og síðan
skilað aftur.
vitað frekar um hlutverk hans í ónæmiskerfinu. Ný-
lega hefur hann verið notaður til meðferðar á lang-
varandi candidia slímhúðarsýkingum, víðtækum
hnattsveppasýkingum (disseminated coccidioimyc-
osis), berklum, ýmsum ónæmisskortssjúkdómum,
schistosomiasis, holdsveiki og krabbameini. Flutn-
ingsþáttur er polypeptíð með lágan mólikúlþunga
(10.000). sem tengt er RNA. Notkun hans gerir
kleift að flytja „ónæmisboð“ frá eitilfrumum, án
flutnings þeirra sjálfra. Hann veldur ekki eigin ó-
næmissvörun og ber ekki HL-A mótefnavaka, er
myndu Ieiða til eyðileggingar hans í hýslinum. Enn-
fremur er afar mikilvægt, að flutningsþáttur flytur
einungis frumulægt ónæmi, en ekki upplýsingar til
mótefnamyndunar.
Þýðingarmikil spurning samfara ónæmismeðferð
er, hver skuli vera eitilfrumugjafi við framleiðslu á
flutningsþætti. Hagstæðasti gjafinn er sjúklingur,
sem hefur læknazt af eigin æxli og hefur eitilfrumur,
sem húa enn yfir hinum nauðsynlegu upjilýsingum.
Erfilt er þó að vita, hvort slíkur sjúklingur hafi
13
læknaneminn