Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 21
Þessar frumur mætti örva ósérhæft með PHA, þar
sem þær í raun byggju yfir veigamikilli vitneskju
um æxlið.
Sérhœfð (Mynd 9). Ef eitilfrumur sjúklings eru
ræktaðar in vitro ásamt æxlisfrumum frá honum.
eykst drápsvirkni þeirra. Slík ónæmisaðgerð in vitro
og endurinngjöf eitilfrumnanna í sjúklinginn, er
enn ein leið lil ónæmismeðferðar. Þetta er fram-
kvæmt með því að láta mikið magn æxlisfrumna
vaxa í tilraunaglasi, þar sem þær loða við botninn.
Komið er í veg fyrir slysavöxt æxlis, vegna inngjaf-
ar lifandi æxlisfrumna, með geislun eða iVIitomycin-
C meðferð. Eililfrumur, sem teknar hafa verið úr
hlóði sjúklings, eru ræklaðar ásamt æxlisfrumun-
um í 3-4 daga og síðan skilað aftur til sjúklingsins.
Þessi leið var fundin upp, til að Iosna við suma þá
þætti, er taldir voru hindra ónæmismyndun eitil-
frumna in vivo. Ein hindrun, sem hægt er að úti-
loka in vitro, er hjúpun æxlisfrumna með mótefnum
eða mótefna-mótefnavakasamböndum. Háræðavegg-
irnir í vaxandi æxli, eru önnur möguleg hindrun
gegn örvun á eitilfrumum in vivo.
FLÓTTAKERFI OG NÝJAR LEIÐIR
Sú klíniska staðreynd, að sjaldan sést sjálfvirk
rýrnun á æxlisvexti, enda þótt merkja megi frumu-
lægt ónæmi gegn því hjá sjúklingnum, býður heim
þeim möguleika, að æxlið búi e. t. v. yfir flóttaleið
frá ónæmissvarinu. Tvær megin leiðir eru studdar
af rannsóknarniðurstöðum. Önnur þeirra hefur þeg-
ar leitt til þróunar nýrrar aðferðar í ónæmismeð-
ferð.
Hhnlrantli e&a let/satuli tnótefni
Fyrri rannsóknir á ígræðslu allogenískra æxli í
fflýs sýndu, að með því að gefa æxlisþegunum anti-
H-2 mótefni í vissum skömmtum fyrir aðgerðina,
tóku þeir æxli, sem var annars hafnað. Mótefnið,
sem olli þessari „æxlisörvun", var sérhæft fyrir teg-
und allogeníska æxlisgj afans. In vitro hindra slík
æxlisverjandi mótefni sérnæmar eitilfrumur í að
eyða markfrumum sínum. Aður var álilið, að sér-
hæfð mótefni ein væru orsök þessa hindrunarfyrir-
bæris, en nýlegar tilraunir benda til að um samband
Myntl 10. Ahiij anli-eitilfrumuserums (ALS) og anti-plasmu-
frumuserums (APS) á sarcoma vöxt í músum. Venjulegt
kanínu-serum lil samanburðar (NRS).
mótefna og mótefnavaka sé að ræða. Þessi uppgölv-
un, að mótefni, frítt eða bundið mótefnavaka gæti
hindrað frumulægt ónæmi, leiddi af sér þrjár nýjar
leiðir til ónæmismeðferðar.
Sú fyrsta var tilraun til að fjarlægja mótefni úr
blóðrásinni, annað hvort sérhæft eða með brottnámi
megin þorra mótefna. Báðar aðferðirnar eru dýrar
og leiða til afturkomu mótefna í sama styrk, eða
jafnvel hærri, um leið og meðferðinni er hætt.
Onnur leiðin er sú, að eyða plasmafrumum, sem
eru aðalframleiðendur mótefna. Vitneskja um að
plasmafrumur bera sérkennandi yfirborðsmótefna-
vaka, sem aðgreina þær frá öðrum meðlimum eitil-
frumufjölskyldunnar, ásamt vitneskju um mátt anti-
eililfrumuserums, til að draga úr frumulægu ónæmi
hjá ígræðslusjúklingum, benti lil þess, að unnt væri
að framleiða anti-plasmafrumuserum (APS), er
héldi niðri mótefnaframleiðslu. í músatilraunum
hefur tekizt að framleiða APS með því að dæla
myelomafrumum úr músum í kanínur og hreinsa
síðan blóðvatnið með hvítblæðifrumum af tímgil-
uppruna (thymusuppruna). Notkun þessa APS in
vivo dró úr mótefnamyndun, en ekki úr frumulægu
ónæmi. Mýs með ígrædd sarcomaæxli voru með-
höndlaðar með endurteknum inngjöfum af: A) Anti-
eitilfrumuserum, beint gegn T-frumum og frumu-
lægu ónæmi. B) Anti-plasmafrumuserum, heint gegn
plasmafrumum og mótefnamyndun. C) Venjulegu
kanínuserum til samanburðar, þar eð anti-serum-
lausnirnar voru búnar til í kanínum. A) leiddi til
læknaneminn
15