Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 22

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 22
o o o o-o o Mynd 11. Onœmisejtirlit og flótti: Nýir mótefnavakar verða til á yjirborSi frumu, sem tekur illkynja breytingu, er vekja ónœmiskerfiS, sem getur eytt henni. Flóttakerfi eru: 1) Tap á virkni mótefnavaka og því áfram œxlisvöxtur. 2) Fram- leiðsla mikils magns mótefnavaka og losun inn í blóðrás. Þetta getur ofmettað ónæmiskerjið og valdið hindrun á sér- hœfðri ónœmissvörun, t. d. með myndun mótejna-mótefna- vakasambanda, sem hindra sérhœfðar eitiljrumur í að ná til æxlisins. keppt viÖ mótefna-mótefnavakasambönd um bindi- sæti á yfirborði æxlisfrumna og aflétt hindruninni. Offramleiðsla mótefnavaha (Mynd 11). Ymsar niðurstöður benda til þess, að æxlið stuðli að eigin farsæld, með myndun mótefnavaka, er það sendir úl í blóðrásina. Efnaumsetning yfirborðs- himna ýmissa æxlisfrumna, kann að vera meiri, en hjá heilbrigðum frumum og framleiðsla og losun mótefnavaka því óeðlilega mikil. Annar möguleiki er að sérkennandi æxlismótefnavakar séu ekki mjög virkir og þvi ekki teknir upp og fjarlægðir eins fljótt og meira framandi efni. Offramleiðsla mótefnavaka eða langvinn vera þeirra í blóðrásinni, gæti auð- veldlega ofmettað ónæmissvara, sem stefnt er gegn viðkomandi æxli og þannig verkað sem hentug flóttaleið frá eftirliti ónæmiskerfisins. Stutt er síðan þessi leið varð kunn og engin meðferð gegn henni verið þróuð. Tveir möguleikar eru fyrir hendi: A) Auka hraða á upptöku og fjarlægingu á mótefna- vökum úr blóðrásinni. B) Letja framleiðslu æxlis- ins á mótefnavökunum. HEIMILDIR: Sjá CANCER, Vol. 34. No. 4, Oct. 1974, 1521-1531. hraðari æxlisvaxtar og allar mýsnar dóu fljótlega, B) hins vegar dró úr æxlisvexti og hindraði hann í sumum tilfellum algerlega (Mynd 10). Þriðja leiðin til að eyða áhrifum hindrandi mót- efna eða mótefna-mótefnavakasambanda, er notkun leysandi mótefna. Sýnt hefur verið fram á, að þætt- ir, sem hindra frumulægt ónæmi, virðast bverfa snögglega úr blóði dýra með mikinn æxlisvöxt, þeg- ar æxlið er fjarlægt og í stað þess komi efni, sem virka beint eyðandi á æxlisfrumurnar, eða leysi hindrun á frumulægu ónæmi. Líklegasta skýringin, þó enn ósönnuð, er að hindrandi þátturinn sé mót- efna-mótefnavakasamband og sá leysandi sé frítt mótefni. Þannig gæti frítt mótefni, á áhrifaríkan hátt 16 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.