Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 23
Grœnlcmd
Friörik Einarsson, yfirlœknir
Grænland - Kaládtlit Nuníit: Landið þar sem fólk-
ið býr, er stærsta eyja heimsins, 2.176.000 km-.
lbúar eru um 50.000 manns. Flest eru það Græn-
lendingar, þó það hugtak sé erfitt að skilgreina.
Fjóðin hefur blandast mikið, mest Dönum og á fyrri
tíð Hollendingum. Hreinir Eskimóar sjást naumast.
Það er þá helst norður í Thule á vesturströndinni,
en einnig í kringum Scoresbysund og Angmagssalik
á austurströndinni.
Síímttiintjiir
Þar sem landið er svona gríðarlega stórt, en fólkið
fátt, gefur það auga leið að víða er langt milli bú-
staða. Stærsti bærinn er Godtháb með um 9-10.000
íbúa. Þá Holsteinsborg með allt að 4.500. Aðrir eru
svo minni. Bæirnir liggja allir úti við ströndina,
annaðhvort á meginlandinu eða á eyjum, sem urmull
er af, bæði stórum og smáum. Samgöngur fara því
einkum fram á sjó og eru tvö stór strandferða-
skip(á stærð við síðasta Gullfossinn okkar) og mörg
minni. Þá er mikið ferðast með þyrlum, stórum og
smáum, en það er dýrt. Rekstur stóru þyrlanna
kostar 3.000 d .kr. á klukkutíma. Auk þyrluflugvall-
anna eru tveir alþjóðaflugvellir: Narssarssuaq við
boln Eiríksfjarðar og Syðri-Straumfjörður við botn-
inn á 170 km löngum firði norðar.
Hundasleðana verður að nefna. Þeir eru ekki bein-
Hnis samgöngutæki lengur, en fremur notaðir til
veiðiskapar og skemmtiferða. Hundahald er ekki
verulegt sunnan Holsteinsborgar, en því meira það-
an og norður úr. Hundar hafa fylgt Eskimóum í þau
um 4.000 ár, sem vitað er að menning þeirra hefur
staðið. Fyrr á tímum voru hundasleðar raunar eina
samgöngutækið á norðurslóðum, og eru það kannski
víða enn.
Húðkeipar (kajak) voru áður mikið notaðir við
veiðar, en eru nú óðum að víkja fyrir mótorbátum
og hraðbátum, sem mikið er af á Grænlandi, svipað
og bílar hjá okkur. Götur í bæjunum eru allar mal-
bikaðar, en engir bílvegir utan þeirra, nema í
Narssaq, þar sem aka má 12 km út fyrir bæinn.
At'vinnuhœttiv
Grænlendingar hafa frá fornu fari lifað af veiði-
skap. Selir eru veiddir yfir 100.000, hreindýr í þús-
undatali, hvalir í ríkum mæli, stórir og smáir. Þorsk-
veiði, laxveiði og einkum rækjuveiði er mikil. I
Christiansháb, sem er bær með 2.000 íbúum (og um
2.400 bundum) er stærsta rækjuverksmiðjan, og að
því er mér hefur verið tjáð, líklega sú fullkomnasta
í Evrópu. I kringum Eiríksfjörð er allmikil sauðfjár-
rækt. Er þar slátrað um 20.000 fjár á haustin í ákaf-
lega fullkomnu sláturhúsi í Narssaq. Þar er líka ný-
tískuleg niðursuðuverksmiðja.
Sleilsuftir otj heilhrUjSismúl
Áður var mikið um berklaveiki á Grænlandi. Það
er ekki vandamál lengur. 011 börn eru Calmette bólu-
sett fárra daga gömul. Kynsjúkdómar eru gífurlegt
vandamál, bæði lekandi og syfilis. Fyrsta september í
fyrra höfðu verið fundin um 1.400 ný tilfelli af lek-
anda og um 40-50 syfilistilfelli, ef ég man rétt. Tals-
vert er af scabies og öðrum húðsjúkdómum. Annars
eru kvillar og sjúkdómar svipaðir og annars staðar.
Sem dæmi um vinnu í sambandi við baráttuna gegn
kynsjúkdómum skal ég nefna dæmi, sem eru sönn.
Til mín leitar stúlka um tvítugt og reynist vera
með syfilis. Þá verður að rekja gang hennar 2%
mánuð aftur í tímann. Hún gat rifjað upp um 20
sambönd. Vissi ekki um nöfn nema fárra og lýsingar
ekki alltaf nákvæmar. Einn var „stór, ljóshærður
maður í háum gúmmístígvélum“. Þá þarf að senda
skeyti til læknanna í öðrum bæjum og biðja um að
læknaneminn
17