Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 28

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 28
OrðiS heilsugæzla getur raunar haft víðari merk- ingu. Sjúkrahús hafa þar einnig mikið hlutverk: „Sjúkrahúsið er ómissandi hluti þess heilbrigðis- kerfis, sem ætlað er að veita borgurunum alhliða þjónustu, bæði á sviði lækninga og sjúkdóma- varna.“ (6). I samræmi við þetta er í lögunum, grein 14.2., kveðið svo á að „þar sem aðstæður leyfa, skal heilsugæzlustöð vera í starfstengslum við sjúkrahús og þá ávallt rekin sem hluti af því og í sömu bygg- ingu sé þess kostur“. II. EFLING HEILSUGÆZLU Samkvæmt lögunum merkir heilsugæzla allt lækn- ingastarf og heilsuvernd, sem veitt er heilbrigðum og sjúkum, sem ekki dveljast í sjúkrahúsum. Athygli skal vakin á því, að síðar í erindi þessu nota ég jöfnum höndum heitin heimilislæknir og heilsugæzlulæknir, þar sem heilsugæzlulæknar eru allir heimilislæknar, en hafa auk þess öðrum skyld- um að gegna. Eins og lögin bera með sér er heilsugæzlustöðvum ætlað mikið hlutverk. Til þess að vel takist og þetta þjónustuform upp- fylli þær vonir, sem við það eru bundnar, þarf að koma á skipulegu hópstarfi þeirra heilbrigðisstétta, sem starfa í stöðvunum. Með því að taka upp nútímaleg vinnubrögð, verð- ur hægt að bæta úr ágöllum núverandi kerfis og leggja meiri áherzlu á sjúkdómavarnir, en nú er gert. Reynt verður að haga starfseminni þannig, að sem mest af rannsóknum og meðferð fari fram utan sjúkrahúsa og að sjúkum, lasburða og öldnum verði gert kleift að dvelja sem lengst heima fyrir. Með góðri vörzlu upplýsinga um rannsóknir og meðferð er hægt að fylgjast náið með gangi sjúk- dóma og með reglulegu eftirliti og reglubundnu sambandi við þá sjúku, er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma, í stað þess að bíða eftir því, að hinir sjúku leiti þjónustunnar þegar þeir sjálfir telja að kominn sé tími til slíks eða ástand hefur versnað svo, að nauðsyn er á, að vista viðkomandi í sjúkrahúsi. Við slíkar aðstæður er hægt að gefa meiri gaum félagslegum aðstæðum einstaklingsins. Þörfum hans fyrir heilbrigðisþjónustu verður bezt svarað, þegar heimilislæknirinn og samstarfs- fólk hans, sjúkrahús og sérfræðingar, rannsókna- og félagsstofnanir taka höndum saman um að viðhalda félagslegri, andlegri og líkamlegri vellíðan hans og firra hann sjúkdómum. (7). Hlutverk heilbrigðisstétta í heilsugæzlustöðvum er, að vísa hinum sjúku leiðina um völundarhús heilbrigðisþjónustunnar og halda hinum heilbrigðu utan hennar, (7). Með tilkomu nýrra heilbrigðisstétta og auknum fjölcla í hverri stétt, hafa opnazt möguleikar til auk- innar og bættrar þjónustu. Þessar stéttir hafa fært með sér aukna og sérhæfða þekkingu og skapað þörf fyrir aukið húsrými, ekki sízt vegna aukins tækni- búnaðar, sem nauðsynlegur er, til þess að þekking og hæfni þessa fólks komi að notum. Oskir hafa því eðlilega komið fram um aukinn tækjabúnað og og bætt húsakynni fyrir heilbrigðis- starfsemi. Vert er að hafa í huga, að víða úti um landsbyggð- ina hefur um Iangan tíma verið veitt afbragðs þjón- usta í þröngu og óhentugu húsnæði og miklir salir og litríkir eru í sjálfu sét' ekki nein trygging fyrir betri þjónustu. Með lögum frá Alþingi nr. 56/1973 hefur hlutur ríkissjóðs í greiðslu kostnaðar við byggingu og bún- að sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva verið ákveðinn 85% og hefur þegar verið veitt miklu fé í þessu skyni. Er nú af opinberri hálfu verið að gera stórátak til þess, að búa heilsugæzlulæknum hliðstæð vinnuskil- yrði og sjúkrahúslæknar hafa. En heilsugœzlustöðvarnar eru aðeins umgerð um þjónustuna. I stöðvarnar þarf á næstu árum að koma ný stétt: læknar, sem sérþjálfun hafa hlotið í lausn þeirra verkefna, sem þar bíða og hafa auk þess innsýn í stjórnun og fjármál og jafnframt þarf að veita eldri læknum, sem nú eru við störf, tækifæri til viðhalds- menntunar. A vegum Læknafélags Islands, læknadeildar Há- skóla Islands, ráðuneyta Heilbrigðis- og Mennta- mála, starfar nú nefnd, sem undirbýr framhalds- 22 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.