Læknaneminn - 01.03.1976, Side 30
menntun lækna hérlendis, þar á meðal menntun
heimilislækna, sem vonandi munu fá forgang og
mestan hlut.
Eg geri það mál ekki að umræðuefni, en mun
víkja nokkuð að hugmyndum mínum um kennslu í
heimilislækningum, en fyrir mér er hlutverk heim-
ilislæknisins, eins og það verður útfært í heilsu-
gæzlustöðvum, jafngilt hlut lækna í engilsaxneska
hugtakinu Community Medicine. Því hugtaki lýsti
ég áður, er rædd var efling heilsugæzlu.
III. HUGMYNDIR UM KENNSLU í HEIMILIS-
LÆKNINGUM
Þegar í upphafi vil ég taka fram, að ég ætla mér
ekki þá dul að setja fram endanleg svör við þeirri
spurningu: Hvernig á að kenna læknastúdentum á
næstu árum til þess að hæfir læknar fáist til starfa
í heilsugæzlustöðvunum, læknar sem hafa alhliða
menntun og eru tilbúnir að taka við og geta tekið
við forystuhlutverki í eflingu heilsugæzlu í hverfi
eða héraði. Hins vegar mun ég reyna að vekja at-
hygli á nokkrum vandamálum, sérstaklega að því er
veit að heimilislækningum.
I byrjun vil ég sem vegarnesti setja fram tvær
fullyrðingar, en þær eru:
Endanlega er allt nám sjálfsnám og enginn kenn-
ari getur af sjálfum sér valdið því að annar læri. (8)
Þetta sama kemur fram í staðhæfingu, sem Theodór
heitinn Skúlason setli fram:
Það eina sem ekki má gera er að mata stúdenta
með silfurskeið.
Með öðrum orðum, þekking er aðeins hluti þess,
sem stúdentar eiga að verða sér úti um i deildinni,
þar er ekki veigaminna að þeir öðlist skilning,
hæfni, ný viðhorf og síðast en ekki sízt, að þeir
geti leyst vandamál, þó að ekkert sé um þau að
finna í bókum.
Ut frá eigin reynslu þykist ég geta dæmt, að magn
og kröfur fræðilegrar kennslu við læknadeildina hér
er fyllilega sambærilegt við það, sem er í nágranna-
löndum okkar og vel það, og ég tel að fræðilegu
kennsluna megi ekki rýra. Mikill þekkingarforði,
jafnvel um framandi sjúkdóma er hverjum lækni
nauðsynlegur.
En markmið kennslunnar er í sjálfu sér ekki það,
að troða sem mestri þekkingu í stúdenta.
Skilgreina þarf markmið kennslunnar: Hvert er
hlutverk þeirra lækna, sem snúa sér að heimilislækn-
ingum og hvað eiga þeir að geta gert?.
Skilgreining markmiða er nákvæm lýsing á því,
hvað nemandinn er að námi loknu og hvað hann á
að geta gert vegna þeirrar reynslu, sem nám og
þjálfun hafa orðið honum. I
Marklýsingin felur í sér að kennarinn geti metið
hæfni nemandans í upphafi, ákveðið hvaða reynsla
honum er nauðsynleg til þess að ná hinu skilgreinda
marki og að hann geti dæmt um hvenær því marki
er náð. (8).
Um tvær leiðir er þá að velja:
1. Annars vegar að hafa námið ósérhæft, eins og
nú er og gera ráð fyrir áframhaldandi þjálfun að
námi loknu, þannig að kandidatar geti síðan farið
í hvaða sérgrein sem þeim sýnist, eða heimilislækn-
ingar, ef hugur þeirra stæði til þess.
Yrði þessi kostur valinn og kennslan yrði áfram
nær eingöngu veitt á sérhæfðum kennslusjúkrahús- f
um og stofnunum tengdum þeim, myndi stúdentum
áfram sem hingað til verða beint að sérsæfingu.
2. Hin leiðin væri, að stefna að því marki, að
útskrifa læknakandidata, sem gœtu byrjað störf við
heilsugæzlu undir handleiðslu eldri lækna, og ættu
jafnframt kost á sérþjálfun í slíkum störfum, en ef
hugur þeirra stæði til, gætu þeir allt að einu farið
í einhverja sérgrein læknisfræðinnar.
Marksetning fyrir síðari leiðina er mun auðveld-
ari en fyrir hina fyrrnefndu. (8).
Það eitt er þó í sjálfu sér engin rök fyrir því að
síðari leiðin yrði valin. Þar réði miklu meiru um,
að á læknamenntun er ekki lengur hægt að líta sem
einkamál þeirra, sem hennar verða aðnjótandi, taka
verður tillit till þjóðfélagslegra þarfa, og einn
þeirra þátta sem áhrif eiga að hafa á kennsluna, er
það heilbrigðisþjónustukerfi, sem er í viðkomandi
ríki. (9).
Annað atriði er vaxandi þátttaka nýrra stétta í
heilbrigðisþjónustunni. Því þarf að taka til endur-
skoðunar hlutverk lækna og aðlaga það að mark-
lýsingu annarra heilbrigðisstétta og umfram allt að
kynna læknastúdentum hinar ýmsu skilgreiningar á
24
LÆKNANEMINN