Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 35
ttiarkmiðum og beita samkennslu, þar sem því verð-
ur við komið.
Vaxandi athygli þarf að beina að þáttum í þjóð-
félaginu utan sjúkrahúsa og annarra kennslustofn-
ana og koma á nánum tengslum kennsluspítala (6 I
og læknadeildar, við heilbrigðis- og félagsstofnanir
utan sjúkrahúsa. (8).
J þessu sambandi vil ég minna á jrá grein laga um
heilbrigðisþjónustu, að heilsugæzlustöðvar skuli
vera, þegar því verður við komið, í nánum starfs-
tengslum við sjúkrahús og Joá ávallt reknar sem hluti
þeirra og í sömu byggingu, sé þess kostur.
Sjit h dóm av arsi ir
Aður en lengra er haldið er rétt að fram komi
hver ég tel að sé innbyrðis afstaða þriggja kennslu-
greina, sem gert er ráð fyrir að séu kenndar við
læknadeildina, þ. e. heilbrigðisfræði, félagslækning-
ar og heimilislækningar og hef ég valið að ganga
út frá skilgreiningu vinnuhóps á vegum Alþjóða-
heilbriðisstofnunarinnar um kennslu í sjúkdóma-
vörnum: „í aðalatriðum er kennsla í sjúkdómavörn-
um byggð á grundvallaratriðum vistfræðinnar (sam-
skiptum mannsins og umhverfis hans). Þetta viðhorf
er útfært í greinum eins og tölfræði læknisfræðinn-
ar og mannfjöldaskýrslum (biostatistics, demo-
graphy) og faraldursfræði (epidemiology) og heim-
fœrt á mengunarvarnir í umhverfi, matvælaeftirlit,
eftirlit með húsnæði, heilsuvernd, svo sem mæðra-
og smábarnaeftirlit, heilsuvernd í skólum . . . ónæm-
isaðgerðir . .. auk varna gegn ýmsum smitsjúk-
dómum.“
Allar þrjár kennslugreinarnar fjalla í rauninni um
fyrrgreind atriði og megin undirstöðugreinarnar
eru hinar sömu.
Heilbrigðisfræðin (Public Health) hefur þó víð-
asta verkefnasviðið og innan hennar falla hinar tvær,
en skarast þó verulega, eins og sýnt er á mynd 2.
Hugtakið Public Health hefur í afþjóðlegu sam-
hengi tvær merkingar:
1. Annars vegar heilbrigðisástand almennt, gott
eða slæmt eftir atvikum og í þeirri veru notaði Sir
John Simon (10) það fyrstur manna fyrir rúmri
öld, er hann ritaði On the State of Public Health.
2. I annan stað hin, sem að ofan greinir, þ. e. öll
PUBLIC HEALTH
50CIAL MEDICINE
COMMUNITY MEDICINE
PUBLIC HEALTH
SOCIAL MEDICINE
COMMUNITY MEDICINE
Mynd 2
sú jrekking, sem menn bafa á jrví, hvernig bæta megi
heilbrigðisástand og allar þær aðferðir, sem menn
ráða yfir, til þess að slíkt megi gerast. (10).
í framhaldi af þessu vil ég vísa til skilnings sér-
fræðinganefndar Evrópuráðsins (11) sem telur
Public Health spanna þrjú veigamikil svið:
- „Faraldursfræði og tölfræði (Epidemiology and
biostatistics).
- Þá hluta þjóðfélags- og atferlisfræða, sem lúta
að læknisfræði (Social- and behavioural sciences).
- Skipulag heilbrigðisþjónustukerfisins.
Undir þessi svið ættu að falla m. a.:
a) Almenn heilbrigðisfræði og vistfræði.
b) Eftirlit með börnum og barnshafandi konum.
c) Atvinnusjúkdómar og endurhæfing.
læicnaneminn
25