Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 36

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 36
d ) Heilbrigðisfræðsla. e) Heimilislækningar og fjölskyldueftirlit.“ Auk þessara greina verður nú sífellt rneiri þörf á að kenna læknum undirstöðuatriði hagfræði, því læknar skyldu ávallt minnugir þess, að af ákvörð- unum þeirra leiðir mestur hluti eyðslunnar í heil- brigðiskerfinu. Líkur eru taldar á aukinni sérhæfingu við lækn- ingar (12), sem heimilislæknar hafa víða lengst af stundað einir, sérhæfðar starfsstéttir gangi æ meir inn í þau störf, sem læknar hafa haft einkarétt á, og aðeins að Iitlu Ieyli falið hjúkrunarkonum að vinna undir eftirliti. Heilsuvernd verður aðeins unnin í hópstarfi og þar vinna aðrar heilbrigðisstéttir mörg störf, án þess að læknirinn sé nærri. Hópstarf heilbrigðisstétta krefst þess því, að lækn- ar kunni góð skil á stjórnun og þeim kenningum sem að því lúta, því að þó að jafnrétti ríki að marki í hópstarfinu eru læknar þeir, sem víðfeðmasta menntun og þekkingu hafa og vegna ius practicandi eru þeir endanlega ábyrgir fyrir öllum lækningum. Þeir eru, að uppfylltum áðurnefndum skilyrðum um þekkingu á hagfræði og stjórnun að öðru jöfnu færari en aðrir um, að sjá um að stöðug endurskoð- un fari fram á þjónustunni: Er hennar þörf, er hún nógu góð, er hagkvæmni beitt i rekstri?; og láta gera umbætur í samræmi við fengin svör. Hvcnær í náminu á að henna heimilisltehningar? Eins og ég vék að áður, tel ég hugtakið heilsu- gæzlu vera jafngildi community medicine, enda er svo kveðið á í lögum um heilbrigðisþjónustu, að heilsugœzlulœknar skuli sinna heilsuvernd og ráð- gjöf við heilbrigðiseftirlit, auk almennrar læknis- þjónustu. Til undirbúnings þessu hlutverki þarf í náminu að tengja saman hina hefðbundnu fræðilegu kennslu og kennslu í þeirri aðferðafræði, sem tiltæk þarf að vera við störf í heilsugæzlustöð. Sú skipan að láta kennsluna í heimilislækningum fara fram seinl í náminu kann ekki góðri lukku að stýra. 26 Löngu áður er búið að móta viðhorf nemandans gagnvart vali á lífsstarfi, og áframhaldandi sérhæf- ing yrði afleiðingin. Af reynslu minni í héraði, af samskiptum við unga lækna, sem allt höfðu til þess að geta orðið góðir heilsugæzlulæknar. veit ég, að viðhorf þeirra voru fast mótuð. Þegar ég spurði þá hvað þeim fynd- ist um starfið, svöruðu þeir, að auðvitað væri áhuga- vert að vinna við þetta áfram, en þeir hefðu verið búnir að ákveða hvaða sérgrein þeir ætluðu í, með- an þeir voru að ljúka kandidatsárinu. Af samskiptum við þá fékk ég rökstuddan grun um að klínísku kennslunni hefði fleygt fram. síðan ég var í deildinni og trúlega lærði ég sjálfur eins mikið af þeim eða jafnvel meira, en þeir af mér, enda er það reynsla mín, að það er ekki hægt að kenna læknum að praktisera. Það sem hægt er að veita, er að búa stúdenta og kandidata undir að meta mismunandi félagslegar- og læknisfræðilegar aðstæður og kenna þeim að- ferðir til að bregðast við þeim. Áður en stúdentar kæmu til starfa í heilsugæzlu- stöðvum, þyrfti að vera búið að undirbúa þá ræki- Iega, því ella yrðu þeir til lítils gagns sjálfum sér og öðrum. Á ég þar við það, að þó læknum í heilsugæzlu- stöðvum víða um land, þætti kærkomin sú hvatning, sem er í því að fá spurulan stúdent, geri ég ráð fyrir að erfitt muni reynast að fá fjárveitingar til þess að greiða sómasamlega fyrir kennsluna og yrðu læknar því fljótlega leiðir á þeim töfum sem óhjá- kvæmilega yrðu af nærveru stúdentanna eða sagt með öðrum orðum: „Þegar mikið er að gera er ég margfalt fljótari að gera þetta sjálfur.“ Þess vegna þarf að dreifa kennslunni inn á milli annarra greina og byrja snemma. Tölfræði er kennd snemma í náminu. Hana þarf að tengja faraldursfræði, annars vegar þeirri sjúk- dómsmynd, sem er á sjúkrahúsunum og hins vegar því mynstri sem finnst helst utan sjúkrahúsa og mælti tengja tilsvarandi kennslu í hjúkrunarnáms- brautinni. Þjóðfélags- og atferlisfræði mætti tengja kennslu í öðrum deildum. Þjálfun í heilbrigðisfræðslu mætti veita, með því að stúdentar flyttu nokkra fyrirlestra og ræddu við nemendur í grunn- og framhaldsskól- LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.