Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 39

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 39
Tvö sjúkratilfelli frá Röntgendeild Borgarspítalans Kristján Sigurjónsson, lœknir l. 64 ára gamall karlmaður hafði í eitt ár haft verk þvert yfir miðjan kvið. Verkurinn kom öðru hverju, stundum stóð hann nokkra daga í senn, stundum skemur og var verkurinn nokkuð stöðugur meðan hann stóð. Þessu fylgdi lystarleysi og almennur s'appleiki ásamt kvöldhita 38,5°C. Mánuðinn fyrir rannsókn hafði verkurinn verið nær alveg stöðugur, mikið lystarleysi fylgdi og sjúklingurinn hafði létzt um 6-8 kg. Hægðir voru mjög óreglulegar síðasta mánuð og hann þurfti á klósett 4-5 sinnum á dag, en mjög lítið kom í hvert sinn. Röntgenskoðun á Mynd 1 Mynd 2 ristli var gerð ambulant og kom fram dæmigerð sjúkdómsmynd (sjá myndir 1-2). Sjúklingur er innlagður til skurðaðgerðar. Hver er sjúkdómsgreiningin? Skoðun við komu á skurðdeild: Hraustlegur, fremur unglegur. Or undir hægri rifjaboga (chole- cystectomia fyrir 10-15 árum). Or frá nafla niður að nárabeinamótum (prostatectomia fyrir 8 árum). Annað fannst ekki athugavert. Læknaneminn 29

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.