Læknaneminn - 01.03.1976, Qupperneq 41
Lœknandm í Frakklandi
Örn Elíasson, lœknanemi
Læknadeild Háskóla íslands hefur löngum verið
hornsteinn hárra sala og ferðanesti íslenzkra lækna
a Lfsleiðinni. Sérnáms hefur hins vegar verið leitað
erlendis og þá oftast i hinum engilsaxneska heimi,
enda eru tungumál þeirra landa okkar aðgengileg.
Það var af engri misvirðingu við íslenzka mennt-
un, að undirritaður fór utan í almennt læknanám,
heldur eingöngu af útþrá og forvitni á öðrum háttum
en sínum eigin. Rómantík öðru fremur réði því, að
Frakkland varð fyrir valinu, sér í lagi áhugi á
franskri menningarsögu!
Undirritaður hafði og heyrt óstaðfestar sögur af
romanskri læknislist, sem höfðu ekki latt til farar-
'nnar. Hér á eftir er gerð dálítil grein fyrir því,
sem á eftir fór, eftir því sem hægt er í stuttu máli.
Frakkar taka vel á móti erlendum stúdentum, sem
eru sjálfsagður hluti af námsfólki þeirra. 1 landinu
eru rúmir tveir tugir háskóla, misjafnir að gæðum
eins og gengur. I þessu tilviki varð fyrir valinu
Montpellier, sem er 250 þúsund manna bær á sól-
ríkri Miðjarðarhafsströnd Frakklands, svo til miðja
vegu milli Nice og Barcelona. Borgin hefur einkum
getið sér orðs sökum háskólans, sem telst til hinna
eldri af sinni gerð. Þá sögu má rekja allt aftur til
daga Marco Polo og þeirra samskipta við Austur-
lönd, sem fylgdu á eftir. Montepiller varð uppsátur
austurlenzkra kryddkaupmanna, sem gátu sér rammt
°rð sem læknar, sökum lækningajurta, sem þeir
fluttu með sér. Skólinn var síðan formlega stofnaður
arið 1369 af Urban páfa V. og nefndist þá „skóli
hinna tólf lækna“.
Nú eru við nám í Montpellier 35 þúsund manns,
þar af 5 þúsund í læknisfræði að öllum meðtöldum.
ðMinertis clausus
1 franskan háskóla getur hver sá innritað sig,
sem lokið hefur frönsku stúdentsprófi eða samsvar-
andi erlendu prófi. í þeim samanburði stendur ís-
lenzkt stúdentspróf vel af sér. Hins vegar getur
reynzt örðugt að halda áfram námi.
1 læknisfræði er numerus clausus að loknum fyrsta
árs prófum, en á fyrsta ár eru jafnan innritaðir
1600 nemendur. 350 hæstu eru teknir inn á annað ár.
Þess má geta, að er undirritaður hóf nám náðu 90
vorprófum af 1350, sem undir það gengust. Hinir
máttu sætta sig við sumarlestur og gengust undir
haustpróf. Hægt er að innrita sig tvisvar á fyrsta ár.
En hvaða ástæðu sjá Frakkar til að takmarka
fjölda læknastúdenta? Numerus clausus var settur á
haustið 1971 eða sama ár og undirritaður hóf nám.
Reglan var umdeild og olli m. a. verkföllum fyrsta
árs nema. Yfirlýst ástæða takmarkanna var, að há-
skólasjúkrahús voru ekki nægilega stór til að taka
við nemum á kúrsusa, sem rétt er. Á móti tefldu
læknanemar þeirri röksemd, að enginn stúdent stigi
nokkru sinni fæti inn á hinn mikla fjölda einka-
sjúkrahúsa í landinu, sem oft eru rekin með ríkis-
styrk. Frakkland hefði og færri lækna miðað við
fólksfjölda en öll önnur lönd Evrópu. Sitt sýnist
hverjum og þar við situr.
Að loknu fyrsta ári þykjast læknanemar svo ofur-
seldir Gauss-kúrfu allt til loka námsins og byggja
grunsemdir sínar á óstaðfestri tölfræði. Reikna má
með 50% falli á vorin. 30% fara svo í gegn á haust-
prófum og afgangurinn situr eftir. Þessar tölur virð-
ast endurtaka sig ár frá ári. Hér má bæta við, að
fimmta árið þykir erfiðast.
Grófshipting námsins
Til að fá titilinn Docteur en Médicine\>arf að nema
tvö ár á fyrsta hluta og fjögur ár á öðrum, ljúka
kandidatsári, klinískum prófum og verja loks rit-
gerð. Venjulegt nám tekur því sjö ár að forfalla-
lausu.
læknaneminn
31