Læknaneminn - 01.03.1976, Qupperneq 45
Lungnaþjálfun
María Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfi
I eftirfarandi grein verður leitast við að kynna
lungnaþjálfun, uppruna, aðferðir innan lungnaþjálf-
unar og notkun þeirra í grófum dráttum. Þó verður
ekki farið út í lýsingu á meðferð ákveðinna sjúk-
dómshópa og þeim sérvandamálum, sem fylgir
hverjum þeirra. Tekið verður fram, hvaða atriði
kandidat ber að hafa í huga, er hann/hún skrifar
beiðni um öndunaræfingar. Aherzla er lögð á mikil-
vægi öndunaræfinga fyrir aðgerð.
Þegar á síðustu öld gerðu menn sér Ijóst, hve djúp
öndun með manuel stuðningi á thorax var mikilvæg
við meðhöndlun lungnasjúkdóma. Þetta kemur fram
í þýzkum kennslubókum frá þeim tíma, en skipuleg
lungnaþjálfun hófst þó ekki fyrr en 1930-40. Braut-
ryðjandi á þessu sviði var Miss Linton á Brompton
sjúkrahúsinu í London. Aðferðir hennar mynduðu
grundvöll fyrir þróun lungnaþjálfunar í öðrum
löndum. Hér á landi var byrjað með lungnaþj álfun
í kringum árið 1960 og hefur verið í hægfara þróun
síðan. Má til dæmis nefna, að reglulegar launaðar
gæzluvaktir sjúkraþjálfara á Landspítalanum hófust
í mai 1971.
Lungnaþjálfun er samheiti fyrir öndunaræfingar,
hóstatækni, bank, vibrationir, fráveitustellingar, sog,
bag -squeezing og I.P.P.B. með vibrationum. Verður
nú þessara aðferða getið hér á eftir.
Ondunarœfingar
Ondunaræfingar eru mikilvægur liður i lungna-
þjálfun. Það eru æfingar, sem miða að því að hreyfa
brjóstkassann og þar með lungun, þannig, að ventila-
tionin verði sem mest. Við djúpa öndun minnkar
hlutfall dead space og súrefnisupptaka eykst. Þar að
auki auka þrýstingssveiflur í brjóstkassanum blóð-
streymið í lungnablóðrásina og hafa þannig áhrif á
súrefnisupptöku og koldioxiðútskilnað.
Með því að kenna sjúklingi með öndunarörðug-
leika rétta öndun, er hægt að bæta almennt ástand
hans töluvert. I byrjun andar sjúklingurinn rétt af
ásettu ráði, en með mikilli æfingu á hann að geta
andað rétt ósjálfrátt. Það er þó háð því skilyrði, að
hann sé ekki haldinn alvarlegum lungnasjúkdómi,
eins og emphysem, sem hindrar eðlilega öndun.
Ondunaræfingar eru eftirfarandi æfingar:
1. Diafragmatiskar öndunaræfingar.
2. Lateral-basal expansionsæfingar.
3. Efri-lateral expansiaonsæfingar.
4. Apical expansionsæfingar.
Hér verður ekki skýrt frá hvernig æfingarnar eru
framkvæmdar eða hvaða neurofysiologiskar stað-
reyndir liggja á bak við þær aðferðir, sem sjúkra-
þjálfarinn notar til þess að örva djúpa öndun.
Ilóstatæhni
Þetta orð er notað hér fyrir „huffing“ á ensku og
„stpdning" á dönsku.
Hóstatækni er djúp innöndun og síðan kröftug
löng útöndun með opin raddbönd. Með því „rúllar“
sjúklingurinn sliminu upp án mikillar áherzlu og án
þess að um eiginlegan hósta sé að ræða. Með því að
nota hóstatækni, getur sjúklingurinn sjálfur losað
slímið og náð því upp án mikils hósta, sitji það ekki
mjög fast. Með þessu móti getur hann líka fundið
hvort laust slím er í lungunum eða ekki. Þetta er
ákaflega mikilvægt fyrir alla sjúklinga, sem liggja á
sjúkrahúsi með acut slímaukningu í lungum, en er
líka mjög mikilvægt fyrir sjúklinga með króníska
slímmyndun t. d. bronchitis-asthma-emphysem.
I ndicationir:
Slím í berkjum (eða grunur um slím).
Fyrirbygging.
læicnaneminn
35