Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 46

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 46
Ef Iungnasjúklingur fær kvef eykst slímið í lung- um hans, og er þá hætta á, aS bronchitis gjósi upp aftur eða hann fái endurteknar bronchopneumoniur. En meS því að nota hóstatækni vel og oft á dag, get- ur hann komiS í veg fyrir þetta. Kanh Bank er taktföst percussion á thorax og er gefiS í þeim tilgangi að losa slim. Bank er gefið fyrst, en síðan er hóstatækni og vibrasjónir notuð (sjá hér að neðan) til að ná slíminu, sem hefur losnað við bankið, upp í hilus. BankiS eitt nægir ekki til að hreinsa lungu sjúklingsins. I ndicationir: Aukin slímmyndun í lungum, sérstaklega þegar slímiS situr svo fast, að sjúklingurinn getur ekki „rúllað“ eða hóstað því upp. Contra-indication: Bank getur verið contraindicerað fyrir sjúklinga með hæmoptysis, herkla eða morhus cordis. Sjúkra- þjálfarar gefa þessum sjúklingum ekki bank nema með sérstöku leyfi læknis. Sjúkraþjálfarar meta sjúk- linginn og ákveða hvort nauðsynlegt er að banka hann eða hvort tímanum sé betur varið í öndunar- æfingar og hóstatækni. Gagnrýnislaus notkun banks er út í hött, t. d. liggur í augum uppi, að gagnslaust er að banka sjúkling með pleuritis og aðra sjúkdóma í pleura. Vibrationir \fibrationir eru taktfastur tíður þrýstingur á thorax, sem sjúkraþjálfarinn framkvæmir meðan sjúklingurinn andar út. Þrýstingurinn er ör en lítill í einu og verður bezt lýst sem hristingi. Hristingur þessi er gefinn með banki til að losa slím og um leið og hóstatækni er beitt lil þess að lijálpa sjúk- lingnum að ná slíminu upp. Auk þess eru vibrationir notaðar fyrir sjúklinga, sem þola ekki bank, eöa er ekki hægt að leggja í stöðu, sem hægt er að banka. Indication: Aukin slímmyndun. Contra-indication: Sársauki í brjóslkassaveggnum vegna rifbrots eða bólgu (t. d. peurit). Fráveitustellingar Fráveitustellingar eru stöður, sem sjúklingurinn er settur í, til þess að slímið færist vegna þyngdar- aflsins í átt að hilus. Þess vegna á sá hluti berkju- kerfisins, sem slímið er í, að vera hæst og berkjan, sem leiðir frá þeim lobus, á að vera sem mest lóð- rétt. Fráveitustellingar eru margar og mismunandi eins og eðlilegt er, þegar anatomisk uppbygging berkjukerfisins er höfð í huga (sjá mynd 1). Indication: Fráveitustellingum er beitt, þegar slím situr fast í lungum, hvort sem það hefur leitt til diffus infiltra- tionar, bronchiectasais, atelectasis (á segmenti, lobus eða heilu lunga) eða abcess með caviteti. Á meðan sjúklingurinn liggur í fráveitustellingum er oft gefið bank, vibrationir, öndunaræfingar og hóstatækni. Röntgenmyndir gefa upplýsingar um, hvort um er að ræða infiltrat, atelectasis eða abcess og auk þess um staðsetningu, en það er mjög mikilvægt að vita staðsetningu, ef velja á rétta fráveitustellingu og yf- irleitt meðhöndla sjúklinginn með árangri. Contra-indication: Morbus cordis. I vafatilfellum er læknirinn spurð- ur eða sjúkraþjálfarinn lætur sér nægja að setja sjúklinginn í modificeraðar fráveitustellingar (fóta- gaflinn ekki hækkaður upp). Sjúklingar með hyper- lensio þola illa fráveitustellingar, sömuleiðis sjúk- lingar, sem nýlega hafa verið skornir magaskurði og sömuleiðis pneumonectomiu sjúklingar. Suma er ekki hægt að setja í fráveitustellingar af praktiskum ástæðum t. d. orthopediska sjúklinga í strekki. Kay-squ eezintf Bag-squeezing er aðferð til að framkalla maximal expansion lungnanna. Hún er notuð með stöðubreyt- ingum og vibrationum í þeim tilgangi að fjarlægja slím með því að líkja eftir hósta. Bag-squeezing er aðeins hægt að nota fyrir sjúklinga með endotracheal 36 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.