Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 48

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 48
Mynd 2 eða tracheostomy túbu. Svæfingarballón er tengdur við túbuna og hann kreistur með báðum höndum. Markmiðið er maximal expansion svo að berkjur þenjist út og loft komist niður í alveolur. Tveggja til fjögurra lítra ballon er talinn nauðsynlegur. Inn- streymið þarf að vera stöðugt þangað til maximal expansion er náð, henni er haldið augnablik. Þá byrjar sjúkraþjálfarinn að þrýsta thorax saman svo að hægt sé að nota peak expiratory flow rate til að líkja eftir hósta. (Mynd 2). Vibraiionum og þrýst- ingi er haldið áfram meðan útöndun varir. Nákvæm tímasetning (timing) er mjög mikilvæg til að ná ár- angri. Eftir 5-6 endurtekningar er sjúklingurinn sogaður, nema þess sé þörf fyrr. A mörgum sjúkrabúsum er bag-squeezing fram- kvæmd af svæfingalækni, sjúkraþjálfara og hjúkrun- arfræðingi (sem sogar) t. d. á Hammersmitb í Lond- on og Gentofte Amtssygehus í Kaupmannahöfn, en annars staðar eru það tveir sjúkraþjálfarar og hjúkr- unarfræðingur t. d. Brompton (höfundur heimsótti Hammersmith og Brompton 1971, Gentofte 1974). Þar sem bag-squeezing getur minnkað cardiac oul- put hjá sjúklingum með lélega blóðrás, álíta margir læknar, að svæfingalæknir eða læknir ætti að fram- kvæma þetta, og er höfundur þeim innilega sammála, en á Brompton, sem er eins og kunnugt er sérhæft sjúkrahús fyrir lungnasjúklinga eru sjúkraþjálfar- arnir algjörlega sérhæfðir í meðhöndlun lungna- sjúklinga. Stundum verður að velja af tvennu illu samfall lunga með anoxiu eða minnkað cardiace out- put vegna meðferðarinnar. Indication: Fyrirbyggjandi- og læknandi meðferð með tilliti til atelectasis- og slímmyndunar hjá sjúklingum með endotracheal túbu eða tracheostómyu. Contra-indication: Lágur blóðþrýstingur. Með miklum innöndunar- þrýstingi stígur intrathoracal þrýstingur, en við það minnkar streymi bláæðablóðsins til hjartans og arteriel blóðþrýstingur fellur. Við þetta getur blóð- streymi coronarslagæða orðið ófullnægjandi. Einnig er bag-squeezing contraindiceruð við ódreneraðan pneumothorax eða rifjabrot, þar sem gera má ráð fyrir að pneumothorax geti myndast við meðferðina. Þess vegna mega pleuradren aldrei vera klemmd saman á meðan á meðferð stendur. Sjúklingar með klofið sternum þola meðferðina ágætlega þó verður að vibrera háðum megin í einu symmetriskt. I.P.P.B. oi/ vibrationir I.P.P.B. (intermittent positive pressure breathing) hefur verið notuð hér á landi í nokkur ár og lungna- þjálfun með, en aldrei samtímis, mér vitanlega. Þetta er þó gert erlendis t. d. á Brompton og telur starfsfólkið þar, að þessar tvær aðferðir við að losa slím fari mjög vel saman og geri það árangurinn af I.P.P.B. betri. (Mynd 3). Mynd 3 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.