Læknaneminn - 01.03.1976, Side 49
J bæklingi, sem undirrituð fékk í heimsókn sinni
til Brompton stendur m. a. um I.P.P.B.
,,A Brompton sjúkrahúsinu er Bird Mark 7 önd-
unarvél notuð og þykir ómetanleg við meðhöndlun
sjúklinga, sem eru mjög veikir og alveg ófærir um
samvinnu (t. d. status asthmaticus, athugasemd höf-
undar).
Framleiðendur gefa út mjög yfirgripsmiklar leið-
beiningar um notlíun öndunarvélarinnar. Sjúkra-
þjálfun er ekki nefnd, en á Brompton sjúkrahúsinu
hefur okkur reynzt meðferðin miklu árangursríkari,
ef sjúklingum, sem geta unnið með, er kennt að
nota öndunaræfingar meðan þeir eru í öndunarvél-
inni. An öndunaræfinga hættir sjúklingunum til að
láta öndunarvélina yfirfylla (over-inflate) efri hluta
brjóstkassans. Við meðferð ruglaðra sjúklinga, sem
®ru ófærir um samvinnu, þarf tvo sjúkraþjálfara,
annar heldur maskanum þétt fyrir vitum sjúklingsins
og handstýrir (handtrigger) vélinni ef nauðsyn kref-
ur, hinn hristir brjóstkassann við útöndun (vihra-
Bonir, athugasemd höf.).“
Atriði, sem kandidat þarf að hafa í huga er hann
skrifar beiðni um lungnaþjálfun.
Eins og augljóst er af því, sem að ofan greinir, er
mikilvægt að greina frá hvaða öðrum sjúkdóm eða
sjúkdómum sjúklingurinn er haldinn en þeim, sem
tneðhöndla á með lungnaþjálfun. Þetta er nauðsyn-
legl til þess að sjúkraþjálfarinn viti hvort einhverjar
aðferðir lungnaþjálfunar eru contraindiceraðar og
hvernig almennt ástand sjúklings er, hve mikið álag
hann þolir. Sjúkraþjálfarinn hefur auðvitað aðgang
að öllum upplýsingum um sjúklinginn í dagál (jour-
nal), en þar sem beiðnin er oft akut er oft ekki
Þmi til að leita þeirra. Einnig er mikilvægt að fram
komi, ef sjúklingur hefur verið á steroidameðferð í
langan tíma, þar sem því fylgir osteoporosis og er
þá hætta á að sjúkraþjálfarinn rifbrjóti sjúklinginn
ef hún/hann veit ekki um þetta. Ef sjúklingurinn
hefur infiltrat í lungum eða atelectasis skiptir mikfu
niáli hvar, ef meðhöndlun á að vera árangursrík.
Þetta er svo augljóst að ekki ætti að þurfa að taka
það fram, en engu að síður fáum við beiðnir sem á
stendur „atelectasis punktur“. Mjög gott er ef rönt-
genlýsing fylgir beiðni (sem líka kemur fyrir), þar
sem sjúkraþjálfarar hafa ekki alltaf greiðan aðgang
að röntgenmyndum og tími er oft naumur.
Mi/iilfd'f/i prœoperativrfi ötidunar-
«>fiitf/«
Árangur lungnaþjálfunar er mjög háður sam-
vinnu sjúklingsins og eru því leiðbeiningar sjúkra-
þjálfarans mjög mikilvægar. Kenna þarf sjúklingnum
og vekja áhuga hans á að æfa sig sjálfur eins oft og
hægt er. Þess vegna er mjög áríðandi að fá sjúk-
linga til meðferðar þó ekki væri nema einu sinni til
tvisvar fyrir aðgerð, þegar hægt er að koma því við.
Það getur verið erfitt að fá góða samvinnu við
sjúkling, sem er nývaknaður eftir uppskurð og hefur
ckki hugmynd um hvað þetta brölt með hann á að
þýða. Og jafnvel þó sjúkraþjálfari og hjúkrunar-
fræðingur séu öll af vilja gerð til að útskýra mikil-
vægi málsins, er varla von að hann sé mjög móttæki-
Iegur fyrir þeim röksemdum undir þessum kringum-
stæðum. Þess vegna skila þær mínútur sem fara í
præoperativa meðferð margföldum hagnaði í formi
færri postoperativra lungnakomplicationa.
HEIMILDIR:
Chest, Heart and Vascular Disorders for Physiotherapists
1975.
Johan E. Cash, Physiotherapy for Medical and Surgical
Thoracic, Conditions, Brompton Hospital.
Lungefysioterapi, Munksg&rd 1974, Ulla Ingwersen, Danske
Fysioterapeuter nr. 18 1975.
Myndlistarþáttur
Þættinum liejur aðeins borist ein mynd. Drátt-
hagur maður að vestan sendi okkur hana, en hún
heitir „Köttur í góðu skapi“.
læknaneminn
39