Læknaneminn - 01.03.1976, Side 55
Svar við sjúkratilfellum
1.
Greining skv. röntgenrannsókn á ristli er: Inva-
g'inatio ileo-caecalis: U. þ. b. 20 cm langur hluti af
ileum terminale hefur rennt sér inn í caecum og sést
eyða í skuggaefnisfyllingunni í caecum svarandi til
þessa. Glöggt má sjá slímhúðarteikningu á þessum
ileumhluta gagnvart skuggaefnisfyllingunni í cae-
cum, þannig að enginn vafi er á eðli þessarar
skuggaefniseyðu í caecum. („Spring-coil sign^).1
Við skurðaðgerð er röntgengreiningin staðfest og
gengur auðveldlega að smokra mjógirnishlutanum
út úr caecum. Nokkra þumlunga frá valvula ileo-
caecalis finnst í mjógirninu inni í lumen fyrirferðar-
aukning og þegar mjógirni er opnað sést sepalaga
æxli hænueggsstórt og hangir það á stilk. Gerð var
resection á 10 cm löngum ileumbút og æxlið þannig
fjarlægt, mjógirni saumað saman endi við enda. Við
vefjarannsókn kemur fram við gegnskurð á sepanum
gulleitur fitukenndur vefur og við smj ásj árskoðun
sést að sepinn, svo og stilkurinn eru klæddir ileum
slímhúð. P.A.D. lipoma ilei.
Æxli í mjógirni eru fátíð miðað við aðra hluta
meltingarvegar. Um helmingur þeirra æxla, sem
finnast í mjógirni er góðkynja. Talið er að stór
hluti þeirra (80%) gefi engin einkenni. Gefi þau
hins vegar einkenni eru þessi helzt: melena, verkir,
slappleiki. Verkirnir eru í flestum tilfellum vegna
obstruktionar, sem stafar af invagination .1 sumum
tilfellum má finna fyrirferðaraukningu í kvið svar-
andi til invaginationarinnar.
2.
Cholecystografian sýnir að loft er í gallblöðru.
Hér er því um annað tvegga að ræða:
a. Perforatio á gallblöðru inn í görn, en þegar
um slíkt er að ræða sést nær alltaf loft í gallvegum,
sem ekki er í þessu tilviki.
b. Bólgubreytingar vegna loftmyndandi bakteríu-
gróðurs í gallblöðru; Cholecystitis emphysematosa.
Sú var greiningin hér. Bakteríur þær sem valda þess-
um breytingum geta verið Clostridium Welchii,
Clostridium oedematiens, Escherichia coli eða Es-
cherichia perfringens. Ofl mun vera steinn í ductus
cysticus sem auðveldar slíkan bakteríugróður. I um
helmingi þeirra tilfella, sem greint hefur verið frá
höfðu sjúklingarnir diabetes mellitus.2 Við skurðað-
gerð var gallblaðran tekin á venjulegan hátt. Ekki
fundust steinar í henni né í ductus cysticus. Ekki var
nein perforation inn í görn. P.A.D. var Cholecys-
titis chronica.
Ræktun frá galli eða gallblöðru var því miður ekki
gerð.
TILVÍSANIR UM LESTRAREFNI:
1. Frimann - Dahl, J. Röntgen Examinations in Acute Abdo-
rninal Diseases; Charles C. Thomas 1974.
2. Sarmiento R. V.: Emphysematous cholecystitis. Arch.
Surg. 93:1009, 1966.
IIOBISINS „PATIIOI,OGY“
Hann/hún sem hefur lánað/stolið
„STÓRA ROBBINS" ,,PATHOLOGY“,
er vinsamlegast beðin(n)
að skila henni til
TORSTEIN EGELAND,
Hvassaleiti 119, Rvík.
læknaneminn
41