Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 57

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 57
Baldur misskildi Dýrleif ,.á parti" Georg Á. Bjarnason, lœknanemi Grein Baldurs Símonarsonar í síðasta tölublaði Læknanemans er að vísu varla þess virði að eytt sé a hana miklu púðri, en ég má samt til með að bæta nokkuð málstað minn og ]iá um leið málstað Bald- urs. Fyrst það sem að mér snýr: Það sem ég átti við Baldur minn, var að umræddur mekanismi er nefnd ur „Kenning Ogstons“ í Lehninger og engri annarri kennslubók, þó að skiljanlega sé fjallað um mekan- isman í öðrum kennslubókum. Eg tók þetta sem dæmi til stuðnings þeirri fullyrðingu minni, að flest- ir kennarar styddust við Lehninger í fyrirlestrum sínum, og jafnvel á prófi. Við nánari athugun kom í ljós, að áðurnefndur Ogston er líka nafngreindur í kennslubók Conn & Stumf. En það er til mikils ætlast og getur vart talist hagnýtur lærdómur ef nemendur eiga að þekkja alla efnafræðinga, sem nafngreindir eru í kennslubókun- um og afrek hvers um sig. Til að geta svarað spurningu um kenningu Og- stons er ekki nóg að þekkja mekanismann ef nafn Ogstons er ekki tengt mekanismanum í huga manns. Ekki má skilja við þetta mál, án þess að tilgreina tvö atriði sem Baldur hefur sér til málsbótar. 1) Eg viðurkenni fúslega að með „góðum vilja“ mátti misskilja umrædda setningu í grein minni enda gerði Baldur það snilldarlega. Eins og Bald- ur benti réttilega á, í grein sinni, er Læknanem- inn blað, sem flytur að staðaldri vandaðar grein- ar um læknisfræði. Er því miður, að Baldur skuli velja þessum hugarburði sínum stað í því ágæta blaði. 2) Eins og kunnugt er, eru vísindamenn ákaflega veikir fyrir heimsfrægum collegum sínum. T. d. mega þeir vart vatni halda af hrifningu og að- dáun ef þeir hitta þá á erlendri grund, og minn- ast þeirra augnablika jafnan með loiningarsvip og tárum í augum. Er því skiljanlegt að Baldri hafi mislíkað, þegar ég kallaði mekanisma Og- stons lítilfjöllegan (vafalaust ranglega). Af ofanskráðu er Ijóst, að báðir höfum við nokkuð til okkar máls, og getum því væntanlega báðir vel við unað. P. S. Dýrleif á Parti benti mér á, um daginn, að það væri nú orðið lenska í landinu að skrifa opin bréf í dagblöðin, og hefði Baldur, með svargrein sinni, viljað beina þeim menningarstraumum inn á síður Læknanemans. En Dýrleif er víst ekki áreið- anlegri heimildarmaður en svo, að ástæða er til að taka þessa sögu hennar með fullri varúð. læknaneminn 43

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.