Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 21
r 450 - 400 - 350 - 300 - 250 - 200 - 150 - 100 - 50 - 0 Mynd 2 (Fig. 2) sýnir jákvæða svörun eins sjúklings, meS insulinoma, viS glukagon próf. Til samanburSar er tekinn 21 frískur einstaklingur (meSalgildi). innrennsli insúlíns. Hjá frískum einstaklingum, sem hafa fengið glukagon, nær blóSglúkósa hæsta gildi eftir u. þ. b. 30 mínútur og lækkar síSan og nær upp- runalegu gildi eftir P/2-2 klst. Hjá flestum sjúkling- um meS insulinoma veldur glukagon slíkri aukningu á innrennsli insúlíns að afleiSingin verður hypogly- caemia um 1-1% klst. eftir glu'kagongj öf. Fyrst eft- ir glukagongjöf stígur þó blóðglúkósa lítillega hjá þessum sjúklingum eins og sést á myndinni. Gluka- gonpróf er talið vera jákvætt hjá um 70-75% sjúkl- mga með insulinoma.27 Leucine próf (mynd 3). L-Leucine 150 mg per os/ kg veldur litlum breytingum á blóðglúkósu og blóð- vatns insúlíni hjá frísku fólki. PrófiS er talið já- kvætt hjá um 50% sjúklinga með insulinoma.27 I jákvæðum tilfellum stígur plasma insúlín fljótt og blóðglúkósa lækkar að sama skapi. Þess skal getið að hægt er að fá rangt jákvætt (false positive) svar hjá börnum með idiopathic hypoglycaemia (vegna leucinnæmi). Slíka ranga jákvæða svörun getur maður fengið hjá sjúklingum, sem taka sulfonylurea lyf. Bœlingarpróf. Á undanförnum árum hefur verið sýnt fram á nytsemi bælingarprófa (suppression tests) við greiningu á insulinoma. ViS hypoglycae- mia, sem framkölluð er með fiskinsúlíni, helst sterk- lega niðri eigið (endogen) insúlíninnrennsli hjá frískum einstaklingum. Hjá sjúklingum með insulin- oma veldur fiskinsúlín engri eða aðeins óverulegri bælingu á innrennsli eigin insúlíns.32 Segja má að það heyri til undantekninga ef sjúkl- ingur með insulinoma sýnir eigi jákvæða svörun við eitthvert áðurnefndra prófa, þar með talin fasta og Whipples þrennd. Röntgenrannsóknir. Ef sterkur grunur leikur á að insulinoma sé til staðar, þegar hér er komið sögu, er rannsókninni haldið áfram og nú með æðamynda- töku á art. coeliaca og art. mesenterica superior æð- um.810 Æxlin eru yfirleitt lítil ef þau eru góð- kynja (minni en 15 mm í þvermál í um 70% til- fella). Þau eru oftast æðarík og kemur því æða- myndataka að góðum notum við staðsetningu þeirra. Umfram það sem þegar hefur verið sagt um æða- myndatöku til staðsetningar æxlisins, er í sumum tilvikum beitt sérstakri (superselective) æðamynda- töku á art. lienalis, hepatica communis, gastroduo- 350 300 250 200 150 100 50 Mynd 3 (Fig. 3) sýnir jákvœSa svörun eins sjúklings meS insulinoma, viS leucine próf. Til samanburSar er tekinn ein- staklingur, sem ei sýnir nei.na svörun. LÆKNANEMINN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.