Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 29
öðrum gilda sams konar takmarkanir. Þannig hefur
verið lýst hliðstæðum fyrir víga-lymphocyta, sem
eru næmir fyrir hin minni háttar vefjasamrýniskerfi,
°g einnig fyrir vígalymphocyta frá öðrum tegundum
þar með talið frá mönnum. Markfrumu er í öllum
þessum tilvikum ]tví aðeins tortímt af víga-T-lympho-
cyt að auk h ins sértæka antigens beri markfruman
antigen frá H-2K eða H-2D eða hliðstæðum loci.
Virkni sérhvers T-lymphocyts er takmörkuð af
antigenum, sem eru skráð af ákveðnum locus í MHC
kerfinu. Ef dýrið er arfblendið fyrir viðkomandi
locus þá geta viðkomandi tvö allel takmarkað virkni
nnsmunandi T-lymphocyta. Þetta er svipuð staða og
lýst hefur verið fyrir X-litninga, en í sumum vefjum
koma fyrir tvær frumupopulationir, önnur þar sem
hinn virki litningur er frá föður, en hin þar sem
hann er frá móður.
Sú skýring hefur komið fram á þessari takmörk-
un a frumutortímingu að dafnandi víga-lymphocytar
hæri að þekkja veiruantigen í tengslum við H-2K eða
H-2D antigen á yfirborði þeirra fruma, sem halda
þeim antigeninu. Við getum spurt hvar þessi sér-
hæfing T-lymphocyta fari fram og svarið er að það
gerist í thymus.
Thymus er byggður af tveimur meginstofnum,
annars vegar af epithelial netfrumum frá epitheli
þriðja tálknpoka og h ins vegar lymphocytum frá
beinmerg. Zinkernagel og samstarfsmenn hans hafa
sýnt fram á, að það er thymus epithelið, sem ákveð-
ur H-2 samhengi fyrir antigen greiningu lympho-
cyta. I ilraunir með margstofna (chimeric) mýs þar
sem thymus epithelið er af H-2a stofni, en heinmerg-
urinn (uppspretta óþroskaðra lymphocyta) af H-21>
stofni hafa sýnt að Iymphocytar slíkra dýra greina
veirusýktar frumur í tengslum við H-2a en ekki við
H-21> antigenið. Eitt af þeim vandamálum sem hvað
hæst ber í nútíma ónæmisfræði er það hvort heldur
T-lymphocytar beri tvo nema (receptora), annan
sertækan fyrir veiruantigenið en hinn fyrir viðkom-
andi MHC antigen eða þá komist af með aðeins
etnn nema, sem þá væri sértækur fyrir hið framandi
antigen umbreytt með einhverjum hætti af MHC
antigenum. Þess er að vænta að frekari rannsóknir
á byggingu og eiginleikum nema T-lymphocyta muni
varpa betra ljósi á þetta vandamál.
Rannsóknir á margstofna músum hafa leilt til
annarrar mikilvægrar uppgötvunar, þ. e. að víga-
lymphocytar starfa sennilega ekki einir sér. A ein-
hverju stigi hins starfræna hrings þessara frumna
njóta þær aðstoðar frá svonefndum hjálpar-lympho-
cytum. Þessar síðast töldu frumur læra líka af
thymus epitheli að greina veiru-antigen í H-2 sam-
hengi, en andstætt víga-lymphocytunum þá er virkni
hjálpar-lymphocyta takmörkuð af sameindum úr
flokki I (Ia antigenl. Við getum þannig talað um
samvinnu milli H-2 loci við takmörkun á næmi
lymphocyta, sem eiga aðild að ónæmissvari við
veirusýkingu. Loci úr flokki II (II-2K og H-2D)
takmarka næmi vígalymphocyta, en loci úr flokki I
(Ia loci) takmarka hins vegar næmi hjálpar-lympho-
cyta.
Túlkun
1 ljósi þeirra niðurstaðna, sem raktar hafa verið
hér að ofan getum við sett upp samhangandi mynd
af H-2 kerfinu. Fram til þessa hefur það verið meg-
invandamál við allar túlkanir á þessu kerfi að gera
grein fyrir því hve sértæk Ir errin eru. Klein7 bendir
á að þetta vandamál sé leyst, ef við gerum ráð fyrir
því að milliverkanir milli frumustofna við mótefna-
svar séu sams konar og við ræddum hér að ofan fyr-
ir virkjun víga-lymphocyta. Eins og minnst var á
fyrr í þessari grein er þátttaka T-lymphocyta (hjálp-
arfrumna I nauðsynleg forsenda mótefnaframleiðslu.
Milliverkunum milli hjálpar-T-Iymphocyta og B-
lymphocyta er með einhverjum hætti stjórnað af Ir
errum. Það er margt sem bendir til að þessi rnilli-
verkun verði á sömu forsendum og milli víga- og
hjálpar-l’-lymphocyta við lytiskt frumusvar. Sam-
kvæmt því ætti næmi hjálpar-T-lymphocyta að vera
takmarkað af antigenum úr flokki I (Ia antigen).
M. ö.-o. thymus epilhel mundi þá kenna þeim að
þekkja antigen í tengslum við sameindir úr flokki I
og þegar þeir síðan tengjast við B-lymphocyta eru
það þessar sameindir sem takmarka virkni þeirra.
Sértækni Ir erranna væri þá bein afleiðing þessarar
takmörkunar. Þetta fæli þá í sér að það eru engin
sérstök Ir err í H-2 kerfinu aðgreind frá Ia, heldur
eru Ir og la err raunverulega eilt og hið sama, og
næmi eða sértækni Ir erranna er þá afleiðing af því
að sameind úr flokki I er greind samhliða antigen-
læknaneminn
25