Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 35
Ein alþjóðaeining jafngildir 16.67 nanokatal
HU — 16,67 nkat).
Ymsir þættir aðrir en enzymkonsentration hafa
áhrif á hraða enzymhvataðra hvarfa. Þeir helstu eru
pH, hitastig, súbstratkonsentration og konsentra-
tionir koenzyma, málmjóna og annarra áhrifsefna í
hvarflausninni. Sumir þessara þátta eru háðir hver
öðrum.
báðar ofangreindar skilgreiningar enzymvirkni-
eininga gera ráð fyrir að mælt sé við „optimal" að-
stæður, þ. e. þær aðstæður þar sem enzymið virkar
hest og hið enzymhvataða hvarf gengur hraðast.
kigi mælingar að vera sambærilegar er því nauðsyn-
legt að velja áðurnefnda þætti saman, þannig að há-
marksvirkni fáist. Hafa ýmsir aðilar reynl að koma
a samkomulagi um slíkar aðstæður. Við enzymmæl-
Ingar á Landspítalanum hefur verið farið eftir ráð-
leggingum svokallaðrar skandínavískrar enzym-
nefndar, sem skilgreint hefur staðlaðar hvarflausnir
fyrir mælingu nokkurra enzyma í serumi.
f tilraunum til að ná alþjóðlegu samkomulagi um
enzymmælingar hefur bitastig hvarflausnarinnar
valdið nokrum erfiðleikum. Lengi var hitastigið
C notað víða, enda alþjóðlegt viðmiðunarhita-
stig í eðlisefnafræði, og tæknilega auðvelt að halda
npplausnum við það hitastig í rannsóknastofum í
okkar heimshluta, þar sem herbergishiti er nokkru
iægri en 25°C. Hins vegar hentar það miður á suð-
lægari slóðum. Margir hafa haldið því fram að 37°C
vœri æskilegt hitastig fyrir enzymmælingar. Auk
þess að vera „fysiologiskt“ hitastig mannslíkamans
hefur 37°C þann kost að hvarfhraði er nær helmingi
®eiri en við 25°C og næmi mælinga því að sama
skapi meira. Hefur skandinaviska enzymnefndin val-
iö það hitastig fyrir enzymmælingar í serumi, en
nðrir, t. d. Þjóðverjar, halda sig við 25°C. Er nauð-
synlegt að hafa það í huga þegar tölur eru bornar
saman.
ísóenzytn
flrðið ísóenzym hefur verið notað til að lýsa
niengi enzyma í sömu lífveru, sem hafa í aðalatrið-
nrn sömu enzymvirkni, en ólíka eiginleika að ein-
kverju öðru leyti.
IJó að lengi hafi verið vitað, að nokkur enzyma,
LæKJ\ANEMINN
TAFLA II
Nokkur enzym, sem notuð eru við sjúdómsgrein-
ingar, og sem skiptasl í ísóenzym
Laktat dehydrogenasi
Isocitrat dehydrogenasi
GIúkósa-6-fosfat dehydrogenasi
Glutamat dehydrogenasi
Aspartat aminotransferasi
Kreatínkínasi
Acetylcholinesterasi
Cholinesterasi
Alkaliskur fosfatasi
Súr fosfatasi
5^-nucIeotidasi
alfa-amylasi
Leucin-aminopeptidasi
Aldolasi
t. d. súr fosfatasi og cholinesterasi, úr mismunandi
vefjum hefðu ólíka eiginleika, var það sú uppgötv-
un þeirra Vessel og Bearn árið 1957, að laktat de-
hydrogenasa í serumi mátti greina með rafdrætti í
fimm mismunandi þætti, sem leiddi til almenns
áhuga á möguleikum ísóenzymagreinmgar.
Greining ísóenzyma í serumi gerir það að verk-
um, að enzymmælingin verður markvissara sjúk-
dómsgreiningartæki, því að með því móti er oft
unnt að ákvarða með vissu úr hvaða líffæri serum-
enzymið er upprunnið, þegar hækkun heildarvirkni
gæti verið vísbending um vefjaskemmd í tveim eða
fleiri ólíkum líffærum.
Tafla II sýnir nokkur þeirra enzyma, sem notuð
hafa verið við sjúkdómsgreiningar og sem vitað er
að skiptast í ísóenzym.
Grundvöllur s'kiptingar enzyma í ísóenzym er
breytilegur, og má skipta honum í nokkra flokka.
Þeir flokkar, sem mestu máli skipta, eru sem hér
segir:
I. I allmörgum tilvikum er um að ræða erfða-
fræðilega sjálfstæð protein, tvö eða fleiri, sem hafa
sömu enzymvirkni en eru afpsrengi aðskildra gena.
Til dæmis er aspartat amínótransferasi í mitochon-
dria ólíkur frymisenzyminu að amínósýrusamsetn-
31