Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Qupperneq 50

Læknaneminn - 01.07.1979, Qupperneq 50
FramleiSsla lyfja eftir Ordinatio Magistralis. (bls. 73-74) víkur höfundur að því, að ekkert hefði verið við lyfseðlana að athuga. Hins vegar hefði opinber efnagreining leit í ljós, „að hið verkandi eiturefni í hinu úti látna lyfi var fyrir hendi í átlug- földum þeim skammti, sem vera átti“. Réttarrann- sókn hefði ekki leitt í Ijós, hver starfsmanna lyfja- búðarinnar hefði gert lyfið eða bæri ábyrgð á til- búningi þess. A bls. 75 lætur höfundur þess getið, að lyfsalar og lyfjafræðingar hefðu lagst gegn frum- varpinu, er nægði til þess, að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Frumvarp til lyfsölulaga 1944 Að undirlagi landlæknis (Vilmundar Jónssonar) fór heilbrigðismálaráðherra (Jakob Möller) þess á leit í bréfi, sem dagsett er 26. 8. 1942, að landlækn- ir og fjórir menn með honum tækju lyfsölulöggjöf- ina til endurskoðunar í heild. Skiluðu þeir frum- varpi til lyfsölulaga með greinargerð til ríkisstjórn- arinnar 15. 1. 1944. Frumvarpið er þannig prentað, að greinilegt er, að flytja átti það á 63. löggjafar- þingi 1944. Ur því virðist þó ekki hafa orðið. Rekur Vilmundur Jónsson í ritgerðasafni sínu (m. a. ]jls. 19-22), hve mjög lyfsalar og lyfjafræðingar lögðust að endingu gegn frumvarpinu. Reynt var að flytja þetta frumvarp nokkuð Ijreytt árið eftir, en úr því vaið heldur ekki. Loks var frumvarpið með nokkr- um breytingum flutt á Alþirigi 1949 (þingskjal 357) og endurflutt enn nokuð breytt á Alþingi 1950-1951 (þingskjal 112), en náði í hvorugt skipti fram að ganga. Enn síðar eða 1958 var reynt að flytja sama frumvarp með breytingum á Alþingi, en úr því varð ekki. Hér hefur því greinilega verið um mikið hita- mál að ræða. Skal hér látið nægja að vísa til rit- gerðasaíns Vilmundar Jónssonar. Fyrsti kafli frumvarpsins er um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi, annar kafli um rekstur lyfjabúða og þriðji kafli um lyfjaverslun. 1 þessum kafla (26. gr.) er veigamikið nýmæli. en það er skipun lyfjaskrár- nefndar. I 2. málsgr. 26. gr. segir svo: „Tillögur um löggildingu lyfjaskrár og lyfseðlasafna gerir 5 manna lyfjaskrárnefnd. Skal einn nefndarmanna vera kennari í lyfjafræði við Háskólann, annar kenn- ari í lyflæknisfræði við háskólann, en hina þrjá skipar ráðherra eftir tillögum landlæknis, einn úr hópi lyfsala, annan úr hópi starfandi lyfjafræðinga og hinn þriðja úr hópi starfandi lækna.“ — I grein- argerð er þess látið getið, að nefndin skuli einnig fjalla um sérlyf, en skráningu sérlyfja átti að til- kynna í Lögbirtingablaðinu (um þau ræðir í 4. kafla og eru þar sömu ákvæði og í tilskipun nr. 112 20 ágúst 1938 um gerð og afgreiðslu sérlyfja). Veigamestu ákvæði þessa frumvarps eru í 5. kafla um lyfjaheildsölu og í 8. kafla um lyfsölusjóð. Ákvæðin um lyfsölusjóð voru með fyrirmynd í dönskum lögum og beindust að því að jafna tekjur lyfsala þannig, að reka mætti lyfjabúð á stöðum þar sem reksturinn bæri sig ekki sökum fólksfæðar, en væri þó æskilegur frá heilbrigðisfræðilegu sjónar- miði. Auk þess skyldi verja fé úr sjóðnum til þess að efla lyfjagerð hér á landi og til jöfnunar á lyfja- verði. Þá skyldi verja fé úr sjóðnum til þess að kaupa 51% hlutafjár í Lyfjaverzlun Islands hf. (á rnóti lyfsölum, lyfjafræðingum, læknum o. fl.), sem veita átti einkarétt til að flytja inn og selja lyf í heildsölu. Tekjur lyfsölusjóðs skyldu koma af við- skiptaveltu og neltóhagnaði lyfjabúða, en einmitt þetta ákvæði mun hafa magnað lyfsala og lyfjafræð- iniga til andstöðu gegn frumvarpinu. Þegar litið er um öxl, er þó líklegt, að lyfsölusjóður sem þessi hefði mjög lyft undir stofnun lyfjahúða víðs vegar úti um land og flýtt um 20 ár þeirri þróun til fjölg- unar lyfjabúða í dreifbýli, er fyrst hófst að marki fyrir um það bil 10 árum. 42 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.