Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 52
Apotek Austurbœjar. lögum nr. 85 25. maí 1976 og endanlega með lyfja- lögum nr. 49/1978. Aður hafði þó sérstöku.m starfs- manni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verið falið eftirlitsstarfið með lögum nr. 70 16. apríl 1971 um breytingu á lyfsölulögum nr. 30 29. apríl 1963. Hafði þá dósent í lyfjafræði lyfsala haft þetta eftirlit með höndum í hjáverkum um langt árabil. I fyrrgreindu frumvarpi til lyfsölulaga (sjá 9. lið á undan) var stungið upp á því, að eftirlits- maður væri aðstoðarmaður landlæknis (31. gr.). I heild má segja, að frumvarp þetta til lyfjalaga hafi verið veigamikill liður í tilraunum til lagasetn- ingar á sviði lyfjamála hér á landi. Er auðséð, að áhrif þessa fruravarps gætir allmjög í lyfsölulögum nr. 30 29. apríl 1963. Lyisiiluliit) nr. 30 20. apríl 1003 I athugasemdum við frumvarpið segir, að heil- brigðismálaráðherra (Friðjón Skarphéðinsson) hafi 2. nóvember 1959 falið dr. med. Sigurði Sig- urðssyni, síðar landlækni, að gera endurskoðun á lyfsölulöggjöfinni í heiid. Til aðstoðar við þetta verk skipaði ráðherra tvo menn og síðar (18. 11. 1959) enn tvo nrenn, er mikla sérfræðiþekkingu höfðu til að bera. Yoru það prófessorinn í lyfjafræði í læknadeiíd (jafnframt lyfsölustjóri) og dósentinn í lyfjafræði lyfsala (jafnframt eftirlitsmaður lyfja- búða). Frumvarpsdrögin voru síðan send ýmsum aðilum til umsagnar 10. 8. 1960, en frumvarpið var endanlega lagt fyrir Alþingi á 83. löggjafar'þingi 1962 (þingskjal nr. 54). Af athugasemdum við frumvarpið er ljóst, að við samningu frumvarpsins var einkum stuðst við nýleg dönsk lög (Lov nr. 209 11. júní 1954). I 1. kafla er (1. gr.) skilgreining á lyfjahugtak- inu, sem þó tæpast er tæmandi. I 2. gr. er fjallað um lyfjaskrá, lyfseðlasöfn, lyfjaforskriftir og um sex manna lyfjaskrárnefnd, er gera skal tillögur um heimildarrit þessi. Skyldi einn nefndarmanna vera prófessor í lyfjafræði, annar dósent (prófessor) í lyfafræði lyfsala og þriðji prófessor í lyflæknisfræði við Idáskóla Islands. Fjórði nefndarmanna skyldi vera úr hópi lyfsala, fimmti úr hópi starfandi lyfja- fræðinga og hinn sjötti úr hópi starfandi lækna. I 3. gr. er heimildarákvæði fyrir ráðherra að banna sölu lyfs að fengnum tillögum landlaéknis, og í 4. og 5. gr. eru ákvæði um auglýsingar og bann við auglýs- ingum á lyfjum, lyfjavörum, læknis- og lækninga- áhalda. Skyldu slíkar auglýsingar einungis vera ætl- aðar læknum, tannlæknum, dýralæknum og lyfja- fræðingum. - Verulegur galli er, að ákvæði um setn- ingu reglugerðar til nánari skilgreiningar á lyfja- hugtakinu skyldi ekki vera í 1. kafla laganna. Þá er og vafasamt að binda setu manna í nefndum við ákveðin embætti. Annar kafli fjallar um stofnun lyfjabúða og lyf- söluleyfi, 3. kafli um starfsmenn lyfjabúða, 4. kafli um vinnudeilur og kjarasamninga og 5. kafli um missi starfsréttinda. Eru ákvæði þessi öll hin ítar- legustu, en ættu sum hver þó fremur heima í reglu- gerð en í lagatexta. Þá orkar tvímælis að hafa á- kvæði um lyfjafræðinga og aðstoðarlyfjafræðinga í lögum sem þessum. Slíkum ákvæðum væri betur gerð skil í sérstökum lögum. Idefur það nú verið gert (sjá lið 14 á eftir). Sj ötti kafli er um lyfseðla og afgreiðslu lyfj a. I at- hugasemdum við 6. kafla segir, að ákvæði þessa kafla séu aðeins staðfesting á ákvæðum tilskipunar 4. desember 1672 og á reglugerðum og öðrum stjórnvaldsákvæðum um þessi efni. Af þessum sök- um er svo að skilja, að ákvæði kaflans hafi ekki þarfnast athugasemda. Ekki virðist þó fara milli mála, að ákvæði um lyfseðla séu miklu fyllri í lyf- sölulögum (22. gr.) en var í fyrrnefndu frumvarpi til lyfsölulaga (1944.) og frumvarpi til lyfjalaga 44 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.