Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 15

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 15
•um faafi gengiö vel og skörulega fram til þess að ná þessum árangri. Vetrarpmglð 1941» Þegar kom fram á þingið 1941 var því hreyft innan ríkisstjórnarinnar af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, að útlit allt innanlands og utan væri svo ískyggilegt, að hæpið virtist að kosn- ingar gætu farið fram til alþingis, eins og lög mæltu fyrir um að skyldu fram fara vorið 1941. Þetta mál var fyrst tekið til athugunar innan mið- stjórnar Alþýðuflokksins hinn 25. apríl 1941, þar sem ég skýrði frá hvaða málaleitun hinir stjórn- arflokkarnir hefðu sent Alþýðuflokknum um þetta atriði. Á fundi miðstjórnarinnar 9. maí sama ár var samþykkt eftirfarandi ályktun: „1 tilefni af því, að báðir samstarfsflokkar Alþýðu- flokksins höfðu fyrir sitt Ieyti samþykkt, að alþing- iskosningum verði frestað fyrst um sinn, gerir flokksstjórnin og þingflokkurinn svofellda ályktun: Með því að það ástand er í landinu, að telja má óhugsanlegt að almennar kosningar geti farið fram í anda stjórnarskrárinnar og kosningalaga, telur mið- stjórnin og þingflokkurinn æskilegt, ef framkvæm- anlegt þykir, að kosningum verði frestað um sinn og heimilar þingmönnum flokksins að taka afstöðu til þessa máls í samræmi við þessa ályktun.“ Á fundi þingflokksins 15. maí var samþykkt að standa að ályktun um frestun kosninga til alþingis. Um þetta atriði varð enginn verulegur ágreining- 13

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.