Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 35
hefir nú þá ánægju að sjá við hlið sér í þessu efni
öll blöð Sjálfstæðisflokksins og kommúnista og það
mjög ákveðin, svo að þau’ganga jafnvel feti framar
•en Alþýðuflokkurinn í samúð sinni með Bandamönn-
um.
í júlímánuði 1941 barst ríkisstjórninni ákveðin
■ósk frá Bandaríkjastjórn og Bretum, um að hinn
fyrrnefndi aðili tæki að sér hervernd íslands. Þetta
mál var rætt í miðstjórn og þingflokki Alþýðu- r
flokksins hinn 8. júlí 1941, og féllst fundurinn á, að
taka bæri tilboði Bandaríkjanna um hervernd. Bæði
'Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarmenn voru
þessu og fylgjandi, en kommúnistar ekki.
Frá þeim tíma hefir Bandaríkjastjórn annazt her-
vernd landsins, og tel ég ekki ástæðu til að víkja
að því nánar. Þótt Alþýðuflokkurinn færi úr ríkis-
stjórninni, breytti það í engu stefnu hans í utanrík-
ismálum, — að taka eindregna afstöðu með lýð-
ræðisþjóðunum gegn einræði.
En nú vil ég með nokkrum orðum víkja að inn-
anlandsmálunum nokkru nánar, þótt ég geti að
mestu látið nægja að vísa til þess, sem ég hefi sagt
hér á undan.
I-Ivað skattamálin snertir, þá hafa þau verið ræki-
lega rakin hér á undan í VI. kafla skýrslu minnar,
•cg læt ég það nægja.
Svipað má segja um tillögur og frumvarp Alþýðu-
flokksins varðandi dýrtíðarmálin. Alþýðuflokkurinn
bar strax sumarið 1940 fram tillögur um að leggja á
útflutningsgjald, er næði til allra vara, sem seldust
hr landi með stríðsverði og stríðsgróða, en gjald
33