Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 37
fjalla. En fyrir atbeina Alþýðuflokksins undirbjó'
milliþinganefnd frumvarp til laga um orlof vinnandi
íólks. Hefir það mál verið flutt af flokknum á tveim-
ur undanförnum þingum, en dagað uppi í bæði skipt-
in. Mun flokkurinn hér eftir sem hingað til halda
uppi sókn í þessum málum, unz sigur vinnst, sem
og í öðrum umbótum, er snerta félagsmálalöggjöf
landsins. Væntir flokkurinn, að árangur þeirrar
baráttu komi smátt og smátt í Ijós, svo sem verið
hefir á undanförnum árum.
IssnH starfsemi flokksms,
Á kjörtímabili því, sem nú er að enda, hefir mið-
stjórn flokksins og þingmenn hans, eftir því sem til
þeirra hefir náðzt, haldið alls 68 fundi, og hafa þeir
fjallað um málefni flokksins, eins og þau hafa borið
að höndum á hverjum tíma. Flokksstjórnin um land
allt hefir og tvisvar verið kvödd saman á fund á
Icjörtímabilinu og rætt þar mörg mál og gert álykt-
anir í þeim.
Miðstjórn flokksins var það vel ljóst, að brýn þörf
var á auknum og endurbættum blaðakosti fyrir
flokkinn. Eftir ýtarlegan undirbúning var ráðizt í
það hinn 25. febrúar að stækka Alþýðublaðið um
helming, og voru fengin fjárframlög til þess hjá ein-
staklingum eftir því sem unnt var.
Það hefir komið í ljós, að þetta var heilladrjúgt
spor, og hefir útbreiðsla blaðsins stóraukizt frá því,
35