Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Qupperneq 39
Hvað er framundan?
Engu verður um það spáð á þessari stundu, hvern-
ig og hvenær þeim hildarleik lýkur, sem nú er háð-
ur um heim allan. En úrslit hans munu hafa veruleg
áhrif á starfsháttu og starfsmöguleika alþýðuhreyf-
ingarinnar um víða veröld, og þá einnig hér. Eins og
nú er högum háttað, eru jafnaðarmannaflokkarnir í
öðrum löndum víða hnepptir í viðjar ófrelsisins. ís-
lenzk alþýða sendir þeim samúðarkveðjur og óskar
og vonar, að þeim takist sem fyrst að brjóta hlekki
einræðis og ofbeldis, og taka að nýju þátt í gerbreyt-
ingastörfum á lýðræðisgrundvelli. Það er vissulega
von allrar alþýðu manna á íslandi, að þessu stríði
ljúki sem fyrst, og ljúki með sigri lýðræðisins. Þá
hefst nýtt tímabil í sögu alþýðusamtakanna um heim
allan. Það þjóðskipulag, sem ríkti fyrir stríð, rís ekki
að nýju í sömu mynd. Ný öfl munu ryðja sér til
rúms innan þjóðfélaganna, og sá lærdómur, sem af
stríðinu verður dreginn, mun efalaust verða sá fyrst
og fremst, að bæta hag alþýðunnar um heim allan.
Alþýðuflokkurinn á íslandi þarf vissulega að vera
þess megnugur í styrjaldarlok, að hefja viðreisnar-
baráttuna, efla uppfræðslustarfsemi sína og áróður,
svo að hann verði hlutverki sínu betur vaxinn.
Hvað snertir afstöðuna inn á við, þá má segja,
að meiri óvissa ríkir nú í íslenzkum stjómmálum en
nokkru sinni fyrr. Alþingi situr á rökstólum. Stjórn
Sjálfstæðismanna hefir beðizt lausnar, og ennþá
37